Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 39
inga fyrir lífi sínu, baráttu sem breytir Bjarti
lítið eitt og kemur honum raunar til að hvika
frá hetjuskap sínum. Við getum litið svo á
að í því, í samskiptum Bjarts við Astu Sól-
lilju og sáttum við hana, felist eini sigur
hans, þótt sá sé unnin í skugga sorgarinnar.
En það er varla hetjusaga.
í heimi hetjusögunnar er gildi hetjuskap-
arins ekki dregið í efa. Hetjuskapurinn er
hreinlega grunnþáttur hins mannlega; til
þess að vera fullgild manneskja þarf maður
að vera hetja. Fyrir löngu reyndi ég í grein
að færa rök að því að grundvallarhugmynd
Sjálfstœðs fólks, sú hugmynd sem ekki er
dregin í efa í heimi þess verks, sé að til þess
að verða manneskja þurfi maðurinn að geta
elskað (1977). Er sú hugmynd framandi í
heimi hetjusögunnar? Ekki með öllu.
Danski fræðimaðurinn Vilhelm Grpnbech
sýnir fram á það með traustri röksemda-
færslu í riti sínum um hugmyndaheim ger-
mana hinna fornu, Vorfolkeæt i oldtiden, að
ástin á frændunum, frændgarðinum, hafi
verið grundvöllur í þeirri samfellu hug-
mynda sem voru frumstoðir heimsmyndar-
innar, sem eru: friður (og þar með ást)
ættarinnar, sæmdin (sem felur í sér hefnd-
arskylduna, ef sæmd ættarinnar er skert),
og hamingjan sem felst í því að geta gætt
hvors tveggja, friðar og sæmdar. Grpnbech
ber saman þessa fomöld og nútímann með
því að segja: til þess að geta verið frændur
þurfum við fyrst að vera manneskjur; en til
þess að geta verið manneskjur þurftu þeir
fyrst að vera frændur (1909-1912,1, 208).
Hitt er svo annað mál að frá slíkum hug-
sjónum, sem birtast í bestu íslendingasög-
um, til manndrápsgleði dróttkvæða og
margra víkingasagna er langur vegur.
En það er ekki bara upplausn frændgarðs-
ins sem einkennir heim Sjálfstœðs fólks.
(Hún kemur þar reyndar skýrt fram í upp-
reisn Helga Guðbjartssonar gegn föður sín-
um og búskap hans, í brottrekstri Astu
Sóllilju, brottflutningi Nonna). Skáldsagan,
hin gagnrýna skáldsaga, snýstgegn hefðum
og gildum samfélagsins, gegn undirstöðun-
um sem reynast hverfast um eigingimina,
þessi saga afneitar eigingiminni og öllu
sem af henni leiðir, en krefst óeigingjamrar
ástar af manneskjunni. Uppreisnarsagan
Sjálfstœttfólk er þá líklega, þegar allt kemur
til alls, í gervi hetjusögu, að snúast á sveif
með þeim sannkristnu bókmenntum sem
ævinlega hafa verið að andæfa grundvall-
arhugsjón hetjuskaparins. En í leiðinni hef-
ur sagan fært okkur nútímahetju sem er
engum ólíkari en Hvítakristi: Bjart, sem
kemur fyrir sjónir sem kómísk persóna sem
lifir í misskilningi, verður tragíkómískur af
því að fórnir hans hafa sorglegar afleiðingar
fyrir alla hans nánustu, en endanlega trag-
ískur af því að hann reynist vera manneskja
sem getur elskað, þrátt fyrir allt. Hetjulegur
er hann af því að hann getur „horfst í augu
við þýngstu reynslu og algerðan ósigur í lífí
sínu, bregður sér hvorki við sár né bana; í
því er falinn manndómur hans og verð-
skuldan,“ eins og sagði í skilgreiningu
Halldórs Laxness á hetjuskap örlagatrúar-
mannsins, sem fyrr var rakin, en sá þáttur
hetjuhugsjónarinnar stendur óhaggaður í
lok Sjálfstœðs fólks.
VI
Á milli Sjálfstœðsfólks og Gerplu er heims-
styrjöld og atómsprengja, enda er Gerpla
líklega bölsýnasta saga Halldórs Laxness,
jafnframt því að vera ein sú skoplegasta.
Ekki þarf að rekja það hér með hverjum
hætti Gerpla vísar til fornra sagna, en etv.
TMM 1992:3
37