Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 40
er ástæða til að benda á að þar kemur það skýrt fram að þeir svarabræður Þorgeir og Þormóður sækja heimsmynd sína til hetju- bókmennta og hins forna hetjusagnaarfs: Oft er þeir sátu úti, vóm þeim í hug fom- konúngar þeir er goðum vóru signaðir, Jörmunrekur gotakonúngur, Helgi hund- íngsbani, Sigurður fáfnisbani, hálfsrekkar og fleiri ágætismenn. Þá bar og til að nomir flugu hjá í álftarhami og teygðu hálsana og kváðu, og heyrðu þeir á læti þeirra og þótti sumt kveðið til sín. Þar flugu og ernir hjá (54). Hér er skírskotað í heim eddukvæða og fomaldarsagna, og nægar em í sögunni skírskotanir til dróttkvæða og þeirrar hetju- og vígadýrkunar sem þar ríkir.5 Mestur áhrifavaldur um hugmyndir Þorgeirs Há- varssonar er þó Þórelfur móðir hans, en hugmyndafræði hennar er öll í samræmi við boðskap hirðskálda og víkinga, svo af- skræmisleg sem hún er. Hetjuhugsjón sinni lýsir Þorgeir víða, t.d. með þessum orðum í samtali við svarabróð- ur sinn: Eingi maður er hetja sem vel er kvæntur og á fagrar dætur . . . Hetja er sá er hræðist aungvan mann og eigi goð né kykvendi, og eigi fjölkýngi né tröll, og eigi sjálfan sig né örlög sín, og alla skorar á hólm, uns hann lýtur í gras fyrir vopni óvinar; og skáld sá einn er stærir hróður þvflíks manns (154). Eftir þessari hugsjón sem hann hefur lært af kveðskap og Þórhildi móður sinni reynir Þorgeir Hávarsson að lifa. Ekki þarf að fara í grafgötur um afstöðu Halldórs Laxness til þess lífs. Þorgeir er ginningarfífl verstu hugsjóna og líf hans fáránlegt, helgað of- beldi. Þormóður svarabróðir hans er margræðari og líf hans áhugaverðara til íhugunar, eins og margir lesendur hafa látið í ljós. Þótt Þormóður Kolbrúnarskáld sé sam- settari manneskja en Þorgeir svarabróðir hans, kvennamaður og lífsnautna, er hann að því skapi meira ginningarfífl hugsjónar- innar um hetjuna og skáld hetjunnar sem hann skilur hveiju hann hefur kostað til að leika hlutverk sitt sem hetja og skáld til enda. Að þessu víkur hann á ýmsum stöðum í Gerplu og dregur saman á hnitmiðaðan hátt í næstsíðasta tilsvari sínu í bókinni, þegar hann segir við Ólaf konung Haralds- son: Satt er það herra, segir þessi maður, eg hef ort kvæði mjög dýrt þeim garpi er bestur er orðinn á Norðurlöndum, og yður hans konúngi. Þetta kvæði keypta eg við sælu minni og sól, og dætrum mínum, túngli og stjömu; og við fríðleik sjálfs mín og heilsu, hendi og fæti, hári og tönn; og loks við ástkonu minni sjálfri er byggir undirdjúpin og geymir fjöreggs míns (493). En Þormóður hefur ekki látið öll þau gæði sem hann telur hér upp aftra sér frá því að fylgja svarabróður sínum Þorgeiri á undar- legum ferli hans og leggja síðan út í hinar mestu ógöngur til að reyna að hefna hans. Gerpla er bók þannig skrifuð að hvergi lætur höfundur lesanda velkjast í nokkrum minnsta vafa um að það mýrarljós sem Þor- móður eltir sé blekking og einskis virði, meira að segja viðbjóðslegt.6 Fáránleiki lífs hans er engu líkari en sturluðu flakki Don Kíkóta í viðleitni hans að lifa í samræmi við bókmenntimar. Munurinn er sá að Þormóð- ur er ekki sturlaður — manni gæti hins vegar oft dottið í hug að Þorgeir sé annað hvort sturlaður eða vangeftnn nema hvort 38 TMM 1992:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.