Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 49
Hörður Bergmann
Allt á markað — meiri þjónusta
Er nóg komið?
Hér er fjallað um áhrif þess að sífellt fleiri þörfum fólks í iðnríkjum er
fullnægt með kaupum og sölu á markaði. Sú þróun er tengd rýrnun
lífsgæða: tímaskorti, yfirborðskenndum samskiptum, auðlindaþurrð og
fátækt þjóða í þriðja heiminum. Skopast er að svokallaðri markaðssókn
og bent á kosti annarra lífshátta og markmiða.
í þessari grein ætla ég að gagnrýna þróun
sem almennt er talin æskileg og reynt er að
örva með ýmsum ráðum. Varpa fram efa-
semdum um hagkvæmni þess að gera sífellt
fleiri verk og vörur að söluvöru á markaði
og flytja störfín á vinnumarkað. Við skoð-
um hvemig framboð á vöm og þjónustu á
yfirfullum mörkuðum vex með hverju ári
sem líður. Hvemig reynt er að leysa ótrú-
legustu verkefni með því að kaupa lausn:
námskeið, kúr eða pillur. Hyggjum að
tengslum þessarar þróunar við hagvöxt og
aukna þjónustu hins opinbera. Veltum fyrir
okkur vistfræðilegum, félagslegum og ein-
staklingsbundnum áhrifum þessarar þróun-
ar; áhrifum sem útþensla vöm- og þjónustu-
markaðar hefur á fólk, samskipti, lífskjör
og auðlindir. Að hvaða leyti manneskjan
verður markaðsvara. Og leitum svara við
spurningunni um hvort þessi þróun sé kom-
in yfir mörk hins hagkvæma og skynsam-
lega.
Hjá ríkum þjóðum verður þrengra um
ókeypis gæði eftir því sem árin líða. Hér á
landi man eldra fólk þá tíð þegar öllum var
gefið í soðið í sjávarplássum; það þurfti
ekki annað en bera sig eftir björginni. Nú er
hins vegar hvert bein í þeim afla sem berst
á land verðmæt söluvara. Kyrrð jafnt sem
hreyfing eru boðin til sölu. Okkur gefst
kostur á að kaupa kyrrðardaga í Skálholti
og hreyfingu í heilsuræktarstöðvum. í ýms-
um löndum er drykkjarvatn orðið mark-
aðsvara. Neysla ókeypis drykkjarvatns
minnkar hér á landi vegna þess að þaul-
hugsaðar auglýsingar hafa gert gosdrykki
að því sem gildir. The real thing.
Ekki geta þó auglýsingar einar valdið því
að gæði, sem almenningur hafði ókeypis
aðgang að, verða markaðsvara. Það verður
að skyggnast dýpra. Drykkjarvatn getur t.d
vart orðið markaðsvara fyrr en afköst fram-
leiðslukerfis á staðnum eru slík að varasam-
ur úrgangur er farinn að menga brunnana.
TMM 1992:3
47