Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 52
um það hvernig markinu skal náð og hveijir
þurfi meira.
Mál og hugsun ólíklegustu aðila mótast
nú orðið af einhverjum markaðshugmynd-
um. Á prestastefnu í júní sl. var t.d. rætt um
efni sem nefndist: Sókn á markaðstorgi
guðanna. Sífellt fjölgar samsettum nýyrð-
um, sem byija á töfraorðinu markaður. Til
gamans og fróðleiks eru nokkur dæmi um
þetta tínd til í ramma hér fyrir neðan. Flest
þessara dæma eru ný af nálinni og tala sínu
máli um hve hugleikinn markaðurinn er
þeim sem ræða efnahags- og viðskiptamál
í fjölmiðlum.
Markaðsaðlögun, markaðsathugun,
markaðsátak, markaðsáætlun, mark-
aðsfræði, markaðsfræðingur, mark-
aðsfrömuður, markaðsgreining, mark-
aðsherferð, markaðsklúbbur, mark-
aðslausnir, markaðskönnun, markaðs-
maður, markaðsmöguleikar, mark-
aðsnám, markaðsrannsókn, markaðs-
ráð, markaðráðgjafi, markaðssam-
starf, markaðssetning, markaðssókn,
markaðsstefnumörkun, markaðsstjóri,
markaðsstjórnun, markaðsstríð, mark-
aðsstörf, markaðstækni, markaðs-
þekking, að markaðstengja, markaðs-
væða.
Eins og orðalistinn vitnar að sínu leyti um
er markaðssetning oft rædd sem fræðilegt,
heillandi og mikilvægt viðfangsefni. Fjöl-
miðlar umbúðaþjóða lifa og dafna á auglýs-
ingatekjum og gera því sitt til þess að
almenningi skiljist að góð kaup og fjölþætt
markaðsstarfsemi sé mál málanna. Heims-
frægir álitsgjafar og kenningasmiðir eru
oftar kallaðir til landsins til að fjalla um þau
fræði en nokkur önnur. Frá síðustu árum má
nefna fyrirlesara og kenningasmiði eins og
Warren Bennis, John Naisbitt, Kenichi
Ohmae og Jack Trout.
Japanir teljast hin sigursæla fyrirmynd
allra sem blása til markaðssóknar. Því er
fróðlegt að skoða ráð dr. Kenichi Ohmae til
Islendinga eins og þau birtast í grein í kynn-
ingarriti Stjómunarfélags íslands. „Þið haf-
ið hugsað ykkur að selja vatnið ykkar til
útflutnings. Það bragðast miklu betur en
vatnið sem ég get drukkið hér í Tokýó.
Frakkar flytja vatnið sitt til Japan þar sem
það selst — og er verðlagt — eins og ilm-
vatn. Hvað þurfið þið að borga mikið fyrir
drykkjarvatn á íslandi? Þið borgið ekki
krónu! Verðmætin skapast á markaðnum.
Þið þurfið einfaldlega að staðsetja það rétt
í huga neytandans og selja það undir sér-
stöku vörumerki. í Japan borgum við nú
þegar meira fyrir drykkjarvatn en Coca-
Cola.“2
Verðmætin skapast á markaðnum segir
hinn japanski „ráðgjafi yfirstjómenda fyr-
irtækja og þjóðarleiðtoga, rithöfundur og
fyrirlesari" svo notuð sé kynning ritsins
sem birtir greinina. Lærimeistarinn leggur
eins og aðrir markaðsspámenn mikið upp
úr því að selja sem dýrast. Drykkjarvatn má
gera að dýrkeyptri vöm með því „að stað-
setja það rétt í huga neytandans og selja það
undir sérstöku vömmerki.“ Leikurinn snýst
með öðmm orðum um það að breyta ókeyp-
is náttúmgæðum í dýra markaðsvöru sem
seld er undir rækilega auglýstu vömmerki.
Dr. Ohmae getur þess í tilvitnaðri grein að
nú þegar séu „700 milljón neytendur með
háar ráðstöfunartekjur á Þrímarkaðnum
svokallaða, þ.e. í Evrópu, Japan og Norður-
Ameríku.“ Markmið íslenskrar útflutnings-
framleiðslu á sem sagt að felast í því að
reyna að selja dýrt á yfirfullum mörkuðum
ríkra umbúðaþjóða. Markaði þeirra 700
50
TMM 1992:3