Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 53
Á vígvelli markaðarins Voiuþróun matvæla Sersniðin námskeið fyrir fyrirtæki G»öavitund - £»öastjornun milljóna sem tekist hefur að raka mest til sín og ógna jafnt eigin heilsu sem auðlind- um og lífríki jarðarinnar með ofneyslu sinni. Varasöm efni frá úrgangi fram- leiðslukerfisins í mörgum ríkjum, sem eiga aðild að þeim markaði, eru farin að menga jarðvatn þar og skapa þannig þörf fyrir nýja innflutningsvöru. Kenningunni um að mestu skipti að selja þeim ríku meira á sem hæstu verði hefur sem kunnugt er ekki verið tekið með fálæti af íslenskum lærisveinum markaðspá- manna. Þvert á móti. Umræða um efna- hags- og viðskiptaþróun ber þess glöggt vitni að þetta er hið viðurkennda og eftir- sóknarverða keppikefli hjá íslenskum framleiðendum sem hugsa hátt. Það sem á að gera þjóðina ríka. En það verður sífellt örðugra og dýrara að komast inn á markað hinna ríku. Sérfræð- ingur í þeim málum hefur gefíð svofellda lýsingu á því hvað þarf til þegar um nýja matvöru er að ræða: „Markaðssetning til- búinnar matvöru (þ.á m. auglýsingar) getur auðveldlega kostað meira en nokkurra ára vinna við vöruþróun og rannsóknir og ekki má gleyma umbúðahönnun. Er algengt að umbúðakostnaður sé meira en 20% af verði vörunnar. Oft liggur 3-5 ára vinna á bak við nýjar matvörur áður en þær birtast í versl- unum en allt að 20 ára rannsóknar- og þró- unarvinna er ekki óþekkt hjá stærri fyrirtækjum erlendis.“ Það sem hér var lýst skýrir að sínu leyti hvers vegna bæði konur og karlar eru nú á dögum bundin á vinnumarkaði jafnlengi og karlinn var þar fyrir daga umbúðaþjóðfé- lagsins. Markaðsvörur þess eru svo dýr- keyptar. Það tekur svo langan tíma að vinna fyrir þeim. Samkeppni á yfirfullum mörk- uðum kostar greinilega sitt þótt venja sé að tengja hana hagkvæmni. Offramleiðsla á flestu því sem keppst er um að selja 700 milljónunum á Þrímark- aðnum svokallaða vekur upp magnaðan samkeppnisanda. í fúlustu alvöru er farið að líkja samkeppni á markaði við hemað. Þann 29. mars 1990 birti Morgunblaðið t.d. grein sem ber heitið „Á vígvelli markaðar- ins“ þar sem segir frá því „hvemig banda- ríski markaðsfrömuðurinn Jack Trout hristi upp í framámönnum íslensks efnahagslífs.“ Þar er fróðlegt yfirlit um þær kenningar sem hann flutti í fyrirlestri á vegum Stjómunar- félagsins og byggja á „hemaðarkenningum prússneska herforingjans von Clausewits.“ Þremur missemm síðar bauð Stjórnunarfé- lagið framámönnum íslenskra fyrirtækja námskeið í að standa sig á vígvellinum, TMM 1992:3 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.