Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 65
Miiller. Hann var guðfræðingur og lektor við akademíið eins og Hauch og Ingemann. Ekki er vitað um kynni þeirra Jens og Jónasar, en hann var við guðfræðinám í Hafnarháskóla sömu árin og Jónas las þar lögfræði og náttúrufræði. Skáldskapur Paludans-Miillers hefir því án efa verið oft til umræðu í Sórey. í bréfum Hauchs og Ingemanns er að finna ummæli um ljóðaleik Paludans-Miillers Venus — sem brátt verður vikið að — og sýndist sitt hvorum. Því gátu ýmsir orðið til að beina athygli Jónasar að þessu bókmenntaverki. Ljóðleikurinn Venus Nú skal aftur tekið þar til sem fyrr var frá horfið þegar Paludan-Múller kvaddi Kaup- mannahöfn að kveldi brúðkaupsdags og hóf ferð sína suður um Evrópu. Leiðin lá í gegnum Þýskaland, Niðurlönd og til París- ar. Þar höfðu þau dvöl vetrarlangt. í París hóf Paludan-Múller að skrifa fyrsta hlutann af frægasta verki sínu—Adam Homo. Það- an lá leiðin til Ítalíu. í Róm hóf hann að skrifa ljóðaleikinn Venus sem áður er nefndur. Það er „Mytologisk drama“ sem sækir efniviðinn til grískrar goðafræði. Haustið 1840 voru þau komin aftur til Kaupmannahafnar og í apríl 1841 kom Ven- us út og fyrsti hlutinn af Adam Homo síðar á árinu. Grunnhugsun kvæðisins Venus snýst um andstæðumar Venus Urania og Venus Ana- dyomene. Rætumar liggja í aðgreiningu grískra goðsagna milli Venusar Uraníu — hinnar himinbomu — og hinnar jarð- bundnu Venusar Anadyomene. Þetta var vinsælt viðfangsefni danskra skálda á fyrri hluta 19. aldar.1 Um það hefir Svend Mpller Kristensen skrifað ágæta bók sem heitir Den dobbelte Eros. Hér verður það ekki frekar rakið, en aðeins dvalið við einn efn- isþátt í kvæðinu þar sem segir af skiptum veiðimannsins Aktæons við veiðigyðjuna Artemis/Díönu. Aktæon var mikill veiðimaður og fangaði jafnt hið veika kyn og dýr skógarins. Hann fór löngum um veiðilöndin með þvögu veiðihunda í bandi. Engin bráð var óhult þar sem hann fór. Dag nokkum fór hann til veiða í morgunsár og varð vel til fanga. Þegar sól var farin hátt á loft gerðust fylgd- arsveinar hans og hundar þeirra þreyttir. Við fætur þeirra lá dalverpi og í mynni þess hellir þar sem svalalind streymdi fram. Veiðigyðjan Artemis hafði þá venju að baða sig í lindinni. Þjónustumeyjar fylgdu henni. í björtustu allsnekt var hún fegurri hverri jarðneskri konu. Aktæon hafði orðið viðskila við fylgdar- lið sitt, en hundar hans fylgdu honum. Hann heyrði nið lindarinnar og hugðist svala sár- um þorsta þegar hann stóð skyndilega aug- liti til auglitis við gyðjuna Artemis allsnakta. Þjónustumeyjar hennar reyndu árangurslaust að skýla nekt hennar. Hún gnæfði upp yfir þær með drifhvítt enni og gullið hár. Eldsnöggt beygði Artemis sig niður að vatninu og jós nokkrum dropum framan í Aktæon og sagði: „Reyndu að segja einhverjum að þú hafir séð mig nakta“. í sömu svipan uxu hom upp úr enni hans, eyrun lengdust og urðu loðin og lík- aminn einnig. Hann féll á fjóra fætur sem fengu á sig klaufir. Hann þaut af stað til að svala þorsta sínum, en þegar hann speglaði sig í lindinni sá hann að hann hafði breyst í hjört. Hundar hans réðust þegar á þessa nýju bráð og yfirbuguðu hana. Þessi goðsögn hafði orðið skáldum að yrkisefni í aldanna rás. Rómverska skáldið TMM 1992:3 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.