Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 69
hvorki í norðureða suður, austureða vestur. Brjóstin á sjálfri henni vissu í norðvestur, eftir því sem hún sagði mér. Með þessum orðum lauk umræðum Fjöln- ismanna um sætleika kvenholdsins um sinn. Þær hófust ekki á ný fyrr en komið var fram á slátt og Konráð kominn til Þýska- lands. Jónas fór aftur á dansleik í Sórey 27. apríl, „og hálfleiddist“. Hann greindi Brynjólfi Péturssyni frá þessu í bréfi daginn eftir. Fyrsta erindi kvæðisins Efter assembléen er sér um efni. Það er á þessa leið í bréfinu til Konráðs: ,da, vidste du, ven, hvor mangefold man prpves i fremmede lande! Han* kasted’ i natten en gylden bold og traf min glpdende pande. Utanmáls skrifaði Jónas þá skýringu að með Han væri átt við ástarguðinn Eros. Inngangserindið greinir frá því hvað bar til að hann fór sömu för og Aktæon hjá Palu- dan-Miiller. Hannes Pétursson gerði mikla leit að hin- um gyllta knetti sem Eros kastaði. Þeim sem þetta ritar hefir heldur ekki tekist að festa hendur á honum. Hins vegar er það athyglisvert að þegar Jónas gekk frá kvæð- inu í kvæðasafni sínu íÍB 13 fol., gerði hann bæði efnislegar breytingar og setti tilvitn- unarmerki um tvær síðustu braglínur fyrstu vísu þannig að þær urðu: Han kastede med en gylden bold og traf min glpdende pande. Eðlilegast er að álykta sem svo að þegar Jónas vann að hreinritun kvæðisins hafi hann haft við höndina textann sem hann notaði þegar hann orti kvæðið árinu áður og leiðrétt tilvitnunina í leiðinni. Þá er eftir þrautin þyngri að finna hvaðan þessar ljóð- línur eru teknar. Um svipað leyti og Jónas skráði kvæðið í ÍB 13. fol., fékkst hann við að þýða upphafið að kvæðinu Abels Dpd eftir Paludan-Miiller. Þar segir frá því að Kain hafði sært Abel til ólífis og síðan flúið af vettvangi, en Eva kom að syni sínum í andarslitrunum. Þetta sannar að vísu ekki annað en að Jónas var að fást við að þýða ljóð eftir Paludan-Miiller, en væru ljóðlín- umar innan tilvitnunarmerkjanna teknar úr einhverju kvæða hans, var eðlilegt að Jónas leiðrétti það sem ranglega var upp tekið í leiðinni. Efnislega gætu þær sem best verið eftir Paludan-Múller. Rétt er að minnast þess að Jónas Hallgrímsson leitaði aldrei fanga í gríska goðafræði í frumortum kvæðum á íslensku. Hannes Pétursson benti á breytinguna sem Jónas gerði á fyrstu braglínu kvæðis- ins. í stað þess að ávarpa Konráð í upphafi kvæðisins rennir hann huganum til móður sinnar og segir: „Ja, vidste min moder hvor mangefold / man prpves i fremmede lande!“. Hún virðist hafa ríkt í huga hans undir ævilokin. Svo hefir verið talið að í ljóðagerð Jón- asar Hallgrímssonar gæti fremur lítið áhrifa frá dönskum samtímaskáldskap. Engu að síður fór ekki fram hjá honum þegar nýir öndvegishöfundar kvöddu sér hljóðs. Nægir að nefna að hann beið ekki boðanna að færa eitt af ævintýrum H.C. Andersens í íslenskan búning jafnskjótt og það kom út. Svipuðu máli gegndi með Adam Homo. Hverfandi líkur eru á að Jónas hafi haft veður af því verki fyrr en hann kom aftur til Hafnar í vetrarbyrjun 1842 og lét verða eitt af sínum fyrstu verkum að gera tilraun til TMM 1992:3 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.