Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 76
sjálfsmynd og þau vandamál sem hann þarf einkum að glíma við, ekki síst í samskiptum sínum við konung. í þessari þróun felst einnig að aðallinn fer að apa eftir ýmsum siðvenjum konunga. Hann lærir að lesa og skrifa og hefur í kringum sig hirð. Einnig kemur þetta fram í breyttum erfðavenjum þar sem aðallinn fylgir í kjölfar konunga sem takmarka mjög erfðarétt afkvæma sinna. Hægt er að skoða tilurð fornaldarsagna Norðurlanda, og raunar flestra veraldlegra bókmennta á Islandi, í ljósi þessarar þróun- ar, en hún teygir anga sína hingað norður ekki síðar en á seinni hluta tólftu aldar. Goðar verða höfðingjar, sem þýðir að hlut- verk þeirra og ekki síst sjálfsvitund eru að breytast í átt að því sem þegar hefur gerst í Evrópu og er að eiga sér stað á Norðurlönd- um, einkum í Noregi. Það fylgdi þessari sjálfsmynd að leggja stund á og njóta bók- legra lista en í bókmenntaþróuninni ætti einnig að vera hægt að skoða hvemig þessi sjálfsmynd verður til og breytist. Nú verður Hervarar saga og Heiðreks tekin sem dæmi um fornaldarsögu þar sem lesa má breytingar á högum íslenskrar höfðingjastéttar. Aldarspegill En nú má segja að fomaldarsögur — og þar er Hervarar saga engin undantekning — séu lygisögur, þ.e. ótrúverðugar frásagnir sem gerast í fjarlægum löndum löngu áður en þær vom ritaðar. Þær séu því allsendis ótengdar þeim raunveruleika sem höfundar þeirra og njótendur lifðu og hrærðust í. Þá má spyrja á móti: Er einhver annar raun- vemleiki sem fomaldarsögur tengjast frem- ur? Ekki þó þeim vemleika sem þær eiga að gerast í? Hann hefur aldrei verið til nema í hugum þeirra sem settu saman þessar sögur og þeirra sem lásu þær eða hlustuðu á þær. Ef þær standa í sambandi við einhvern raunveruleika þá er það einmitt veruleiki ritunartímans. Hvers vegna? Meðal annars vegna þess að þær em hluti af þeim tjáskipt- um sem eiga sér stað í mannfélaginu á þessum tímum. Þær ganga manna á milli. Þær em samdar af mönnum fyrir aðra menn sem lifa í sama samfélagi. Sterkustu vem- leikatengsl þeirra em við orðræðu samfé- lagsins og sjálfsmynd þess. Vandinn er að sjá í gegnum skáldskapinn og greina þessa samfélagslegu orðræðu. Það stafar einkum af því að fomaldarsögur em ekki dæmisögur, þ.e. sögur sagðar til að koma ákveðnum boðskap til skila, heldur em þær fyrst og fremst ætlaðar til að lyfta andanum og skemmta sér. Því eru engin skýr fyrirmæli í textanum um hvemig beri að túlka hann. Hvert mannfélag greypir sig hins vegar inn í frásagnimar sem það elur af sér: gildi, venjur, hugðarefni, áhyggju- efni stýra því hvað er frásagnarvert og hugsanaformin stýra því hvemig hinu frá- sagnarverða er komið til skila. Fomaldar- sögumar geta þvf ekki annað en endurspeglað samtíma sinn, þ.e. ritunar- tíma. En hvemig má lesa þennan samtíma út úr þeim? Til þess hafa verið þróaðar aðferðir, einkum af formgerðarstefnumönnum á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar og ber helst að nefna þá Claude Lévi-Strauss og A.J. Greimas. Lévi-Strauss hefur fengist við goðsagnir en Greimas við táknfræði frásagna. Þeir ganga út frá því að frásögnin sé ákveðið form hugsunar, að hugsað sé með frásögnum, oft án þess að þeir sem 74 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.