Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 77
segja frá viti af því, og að unnt sé að komast að því um hvað sé hugsað með því að skoða frásögnina gaumgæfílega, kanna byggingu hennar, leita að atriðum sem eru endurtek- in, flokka þau, finna andstæða póla sem þessi atriði raða sér í kringum, með öðrum orðum að rannsaka frásögnina uns hægt er að lýsa því nákvæmlega um hvað hún snýst. Þá er hægt að Ieita út fyrir hana, í menning- unni sem fæddi hana af sér, að því sem hugsað er um í frásögninni. Þessu síðast- nefnda hefur Lévi-Strauss einkum sinnt en Greimas hefur fremur látið sig varða inn- viði frásagnarinnar.4 Hugmyndir þessara tveggja manna eru býsna gagnlegar þegar reynt er að kanna tengsl fomaldarsagna við samfélagsþróun á fslandi og verður stuðst við þær í þessari umfjöllun um Hervarar sögu og Heiðreks. Aldur Hervarar sögu Þessi fornaldarsaga varð fyrir valinu vegna þess að hún er sú sem varðveist hefur í elsta handritinu, Hauksbók frá fyrstu ámm fjórt- ándu aldar. Það er áreiðanlega ekki frum- gerð hennar og hefur verið talið óhætt að ætla að sagan geti hafa verið samin ein- hvem tíma í kringum 1280.5 Ekkert mælir gegn því að telja hana eitt- hvað eldri, þar sem hún byggir að hluta til á efni sem er miklu eldra, þ.e. fornkvæðinu Hlöðskviðu, sem er uppistaðan í fjórða meginhluta hennar. Eins er ekki ólíklegt að annað kvæði, Hervararkviða, sem heldur uppi öðmm meginhluta hennar, sé frá tólftu öld. Auk þess var efni fyrsta hluta sögunnar, um bardagann í Sámsey, líklega komið á kreik um 1200 því danski sagnaritarinn Saxi málspaki hafði haft pata af því. Þetta er önnur ástæðan fyrir því að Her- varar saga var valin: efni þriggja af fjómm meginhlutum hennar er þegar til um alda- mótin 1200. Ef við gemm enn ráð fyrir að hún hafi þó ekki verið samin fyrr en þremur aldafjórðungum seinna, var einvörðungu eftir að fella þessa þrjá hluta saman í eina heild og bæta við einum þætti, lengsta þætt- inum um Heiðrek konung. Þessi þáttursker sig úr að því leyti að hann byggir ekki fyrst og fremst á ljóði eins og hinir. Höfundur hefur að öllum líkindum sótt efni í ýmis konar bókmenntir sem vom í umferð á hans tíma: minnið um soninn sem gerir sér far um að fara ekki að ráðum föður síns er að finna í þýska kvæðinu Ruodlieb frá elleftu öld og í De nugis curialum eftir Walter Map, sem talið er frá seinustu áratugum tólftu aldar.6 Auk þess kennir þar áhrifa frá Tróju- mannasögu sem hefur verið komin í umferð hér á landi ekki síðar en um miðja þrettándu öld.7 Ekkert er því til fyrirstöðu að telja Her- varar sögu nokkuð eldri en frá 1280, e.t.v. um það bil hálfri öld eldri. Hins vegar er örðugt að sanna það. Þá verður að benda á eitthvert verk sem með vissu er eldra og sýna fram á að það þiggi frá Hervarar sögu. Þetta hefur ekki verið gert, en undirrituðum hefur þótt sem höfundur Egils sögu Skalla- Grímssonar vísi til Hervarar sögu á vissum stöðum í verki sínu, ekki síst til frásagna af Heiðreki. Þetta bendir til þess — reyndar er aðeins um veika vísbendingu að ræða—að þegar hafi verið búið að setja söguna sam- an, í einhverju formi sem líkist því sem við nú þekkjum, áður en Egluhöfundur samdi sína sögu, þ.e. fyrir 1250 og líklega fyrir 1241 ef við gerum ráð fyrir að Snorri hafi samið Eglu. TMM 1992:3 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.