Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 82
Breyttar erfðavenjur En þetta er bara einn angi af því sem tengir Hervarar sögu við fyrri hluta þrettándu ald- ar. Grundvallar andstæðan í þremur megin- þáttum hennar, spennan milli þess að krefjast arfs þess sem maður er borinn til og þess að óhóflegar kröfur geta leitt til ófrið- ar, er einnig fyrir hendi í íslensku samfélagi á þessum tíma. Eins og komið hefur fram stóð efling höfðingjavalds á Islandi frá seinni hluta tólftu aldar í sambandi við almenna þróun í Evrópu samtímans, þar á meðal í Noregi. Aðall greinir sig frá almenningi með því að taka upp ýmsar venjur konunga, meðal ann- ars erfðavenjur. Til að ríki þeirra haldist saman eftir þeirra dag, grípa konungar í fyrsta lagi til þess ráðs að skilja óskilgetna syni sína undan arfi og í öðru lagi, en svo- lítið seinna, gera þeir elsta soninn að einka- erfingja ríkisins. Glögglega má sjá merki þessarar þróunar í hegðun Hákonar gamla sem var konungur íNoregifrá 1217 til 1263. Þegar tengdafað- ir hans og keppinautur, Skúli jarl, fer fram á að óskilgetinn sonur hans, Pétur, erfi ríki hans að honum liðnum, neitar Hákon hon- um um það og lýsir því yfir að engin böm utan þeirra sem hann á sjálfur með drottn- ingunni geti verið arfborin til konungsríkis. Það er því greinilega skoðun Hákonar að óskilgetin böm höfðingja eigi ekki að erfa ríki þeirra.10 Ekki er vitað til þess að Hákon hafí átt óskilgetin böm en tvo syni átti hann skil- getna, og voru þeir því, jafnbomir til arfs“ eins og segir í Hákonar sögu Sturlu Þórðarsonar.11 Sú saga er reyndar skrifuð undir handarjaðri Magnúsar konungs, yngri sonar Hákonar sem erfði allt ríkið vegna þess að eldri bróðir hans dó og því er eðlilegt að þar sé lögð áhersla á það að bræðurnir voru jafnbornir til ríkis. En í Hákonar sögu og víðar má fínna merki þess að meðan bræðumir vom að vaxa úr grasi stóð yfir umræða um það hvort þeir ættu báðir að erfa ríkið eða einvörðungu sá eldri. Virðist erkibiskupinn einkum hafa beitt sér fyrir rétti frumburðarins en það má vera að Hákon, sem var umhugað um að halda ríki sínu saman, hafi verið að hugleiða þessa nýbreytni. Afleiðing þessarar þróunar er að þeir sem áður vom arfgengir em það ekki lengur. Óskilgetnir synir og yngri bræður eru ekki lengur jafnbomir eldri skilgetnum bræðr- um sínum. Þeir hafa verið sviptireinhverju. Þessi þróun á sér stað í Noregi, þar sem er konungsríki. ísland varð ekki hluti af veldi Noregskonunga fyrr en 1262. Stóðu íslendingar á fyrri hluta þrettándu aldar því utan við þessar hræringar á meginlandinu? Hvað varðar fyrra atriðið, þ.e. réttindi óskilgetinna, þá virðast þau orðin býsna lítil strax árið 1237. Þegar Þórður Sturluson liggur banaleguna, þarf hann að fá leyfi Böðvars, eina skilgetna sonar síns, til að láta frillubömin fá hluta af arfmum.12 Þetta er þó nýmæli eins og bent var á fyrir nokkr- um árum.13 Þess vegna hlýtur það að hafa valdið spennu í samfélaginu, eins og sjá má ef til vill af því að óskilgetnir synir Þórðar Sturlusonar fylkja sér í kringum Órækju Snorrason, sem er líka óskilgetinn, í átök- unum um arf Snorra Sturlusonar.14 Spenn- an milli hálfbræðra, þar sem annar er skilgetinn og hinn ekki, var því fyrir hendi í íslensku samfélagi á fyrri hluta þrettándu aldar. Erfiðara er að finna merki þess að nokk- urn tíma hafi komið til álita að takmarka 80 TMM 1992:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.