Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 82
Breyttar erfðavenjur
En þetta er bara einn angi af því sem tengir
Hervarar sögu við fyrri hluta þrettándu ald-
ar. Grundvallar andstæðan í þremur megin-
þáttum hennar, spennan milli þess að
krefjast arfs þess sem maður er borinn til og
þess að óhóflegar kröfur geta leitt til ófrið-
ar, er einnig fyrir hendi í íslensku samfélagi
á þessum tíma.
Eins og komið hefur fram stóð efling
höfðingjavalds á Islandi frá seinni hluta
tólftu aldar í sambandi við almenna þróun
í Evrópu samtímans, þar á meðal í Noregi.
Aðall greinir sig frá almenningi með því að
taka upp ýmsar venjur konunga, meðal ann-
ars erfðavenjur. Til að ríki þeirra haldist
saman eftir þeirra dag, grípa konungar í
fyrsta lagi til þess ráðs að skilja óskilgetna
syni sína undan arfi og í öðru lagi, en svo-
lítið seinna, gera þeir elsta soninn að einka-
erfingja ríkisins.
Glögglega má sjá merki þessarar þróunar
í hegðun Hákonar gamla sem var konungur
íNoregifrá 1217 til 1263. Þegar tengdafað-
ir hans og keppinautur, Skúli jarl, fer fram
á að óskilgetinn sonur hans, Pétur, erfi ríki
hans að honum liðnum, neitar Hákon hon-
um um það og lýsir því yfir að engin böm
utan þeirra sem hann á sjálfur með drottn-
ingunni geti verið arfborin til konungsríkis.
Það er því greinilega skoðun Hákonar að
óskilgetin böm höfðingja eigi ekki að erfa
ríki þeirra.10
Ekki er vitað til þess að Hákon hafí átt
óskilgetin böm en tvo syni átti hann skil-
getna, og voru þeir því, jafnbomir til arfs“
eins og segir í Hákonar sögu Sturlu
Þórðarsonar.11 Sú saga er reyndar skrifuð
undir handarjaðri Magnúsar konungs,
yngri sonar Hákonar sem erfði allt ríkið
vegna þess að eldri bróðir hans dó og því er
eðlilegt að þar sé lögð áhersla á það að
bræðurnir voru jafnbornir til ríkis. En í
Hákonar sögu og víðar má fínna merki þess
að meðan bræðumir vom að vaxa úr grasi
stóð yfir umræða um það hvort þeir ættu
báðir að erfa ríkið eða einvörðungu sá eldri.
Virðist erkibiskupinn einkum hafa beitt sér
fyrir rétti frumburðarins en það má vera að
Hákon, sem var umhugað um að halda ríki
sínu saman, hafi verið að hugleiða þessa
nýbreytni.
Afleiðing þessarar þróunar er að þeir sem
áður vom arfgengir em það ekki lengur.
Óskilgetnir synir og yngri bræður eru ekki
lengur jafnbomir eldri skilgetnum bræðr-
um sínum. Þeir hafa verið sviptireinhverju.
Þessi þróun á sér stað í Noregi, þar sem
er konungsríki. ísland varð ekki hluti af
veldi Noregskonunga fyrr en 1262. Stóðu
íslendingar á fyrri hluta þrettándu aldar því
utan við þessar hræringar á meginlandinu?
Hvað varðar fyrra atriðið, þ.e. réttindi
óskilgetinna, þá virðast þau orðin býsna lítil
strax árið 1237. Þegar Þórður Sturluson
liggur banaleguna, þarf hann að fá leyfi
Böðvars, eina skilgetna sonar síns, til að
láta frillubömin fá hluta af arfmum.12 Þetta
er þó nýmæli eins og bent var á fyrir nokkr-
um árum.13 Þess vegna hlýtur það að hafa
valdið spennu í samfélaginu, eins og sjá má
ef til vill af því að óskilgetnir synir Þórðar
Sturlusonar fylkja sér í kringum Órækju
Snorrason, sem er líka óskilgetinn, í átök-
unum um arf Snorra Sturlusonar.14 Spenn-
an milli hálfbræðra, þar sem annar er
skilgetinn og hinn ekki, var því fyrir hendi
í íslensku samfélagi á fyrri hluta þrettándu
aldar.
Erfiðara er að finna merki þess að nokk-
urn tíma hafi komið til álita að takmarka
80
TMM 1992:3