Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 86
frelsisbaráttu, ef ég má ýkja þetta aðeins. Að vísu má segja að bókmenntir feli alltaf að nokkru leyti í sér frelsisbaráttu, einnig á Vesturlöndum, þó að þar sé ekki barist fyrir pólitfsku frelsi heldur frelsi tilvistar, ef svo má segja. Þetta má kalla rómantískan þátt í bókmenntunum. Stjómmálaandstaðan þótti auðvitað miklu áhugaverðari, fleiri hafa áhuga á henni. Það vom miklu fleiri lesendur hér áður, góðir og nákvæmir lesendur sem þó voru ekki bókmenntalega sinnaðir, þeir höfðu áhuga á pólitísku inntaki verkanna. Svona var þetta líka á íslandi á 19. öld, þá voru frelsishetjur meðal skálda og urðu eins konar eign og málpípa þjóðarinnar. I bókmenntunum hér áður voru dæmi um orð sem töldust merkileg bara í ljósi stjóm- málainntaksins. Hugsum okkur að sagt hefði verið í skáldverki frá 56 marsvínum sem fljúga yfir garðinn okkar. Talan 56 var goðsagnakennd vegna þess að það var bannað að tala um byltinguna 1956. Ef hinn glöggi lesandi rakst á þessa tölu sá hann óðar að þama var eitthvað sérlega merkilegt á ferðinni. En vandamálið var hins vegar að í garðinum sem marsvínin flugu yfir stóð kona, og meðan bókmenntimar vora aðeins baráttuskáldskapur gleymdum við alveg þessari konu. Og það er auðvitað ákaflega bagalegt, því það merkilega em ekki mar- svínin 56 heldur einmitt konan. Góðar bækur — að mínum dómi — hafa aldrei verið baráttubókmenntir heldur hafa þær einmitt sagt frá konunni í garðinum, auk marsvínanna 56 að sjálfsögðu. Ættjarð- arástin verður aðeins aukageta. Ef lesið er í dag í bók eitthvað af þessu tagi myndi lesandinn spyrja: Af hverju akkúrat 56 marsvín? Því þessi tala hefur enga þýðingu lengur. Þannig em ákveðnar setningar dauðar og reyndar heilu bækum- ar, nefnilega þær bækur sem rísa eingöngu á stjómmálabaráttu fyrri ára. Og ég held að hver einasta bók undanfarinna áratuga í Austur-Evrópu hafi slíkar dauðar setningar að geyma, hjá því varð ekki komist. Þetta á líka við um mínar bækur, í þeim eru líka dauðar setningar. Vonandi samt ekki marg- ar. Vonandi hef ég ekki gleymt að segja frá konunni í garðinum. En þeir lesendur sem höfðu aldrei teljandi áhuga á kvenmanninum í garðinum heldur bara á tilvísun til þess sem var bannað, þeir lesa nú dagblöð og tímarit. Þeir lesa ekki skáldskap lengur. Og í þessu felst að bók- menntir gegna ekki eins veigamiklu hlut- verki og áður, og hlutverk skálda hefur sömuleiðis breyst. Útgáfumál Selst líka minna afbókum en áður? Staða bókaforlaganna er nokkuð flókin. Áður vom ríkisforlög, stór, en ekki ýkja mörg. Og þau hafa ekki lagað sig að nýjum tíma heldur dalað, enda hafa verið stofnuð mjög mörg ný bókaforlög, en þeim hefur sumum heldur ekki gengið vel þrátt fyrir löngun til að græða peninga hratt. Á bóka- markaðnum ríkir hálfgerð ringulreið sem stendur. Eitt vandamálið, sem veldur því að flest bókaforlaganna em lítil, tengist því að það getur verið vandkvæðum bundið að prenta aukaupplag. Það er ekki svo að þeir geti prentað 5000 eintök og ef vel gengur bætt við 2000 og aftur 2000 heldur verða þeir að leggja mat á þetta þegar í byrjun og kannski taka heil tíu þúsund eintök ef þeir veðja á 84 TMM 1992:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.