Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 110
uppskriftum“ (engir titlar, ekkert blaðsíðutal). Það verður skiljanlegt við lestur nýju bókarinn- ar. Þetta ljóð er mun skyldara Dropanum í tóni en Ljóðaþýðingunum, hefur sama persónulega hlýleikann og fyrri bókin þó að það sé þroskaðra en hún. Ort úr fjarlægð Þennan gamla tón vantar að mestu í nýju bók- ina. Þar kveður við nýjan tón, eins og maður segir, enda hefur Anton Helgi flust til Svíþjóðar í millitíðinni. Hann yrkir úr fjarlægð í fleiri en einum skilningi. Strax á heiti bókarinnar má sjá að hér er reynt að gefa svip af hálfkæringi. Þrátt fyrir bókar- heitið eru þetta frumsamin ljóð, ekki þýðingar. Bókin skiptist í marga kafla sem bera villandi fyrirsagnir, „Fyrsti þáttur. Lögreglumaður kannar ökuskírteini", „Fyrsti þáttur. Tilbrigði dyravarðar", „Fyrsti þáttur. Biskup vísiterar fá- vitahælið“, og svo framvegis. Ljóðin eru sett í belg og biðu, og þó að bókin sé sex arkir er þar hvorki blaðsíðutal né efnisyfirlit (stundum er röð kvæða gefin upp aftast í bókum þó að blaðsíðutal vanti, það hjálpar manni að leita). Vandlega er tekið fram að Anton Helgi hafí sjálfur séð um umbrot og útlit bókarinnar. Er skáldið að afneita verki sínu með þessum frágangi? Afneitar Anton Helgi bók sinni alveg frá titlinum? Fyrsta ljóðið, „Einræður sveita- manns“ rennir stoðum undir þá skoðun. Þar biður sveitamaðurinn afsökunar á að vera að yrkja þetta, hann hafi ekkert í þann bisniss að gera. Þó reynir hann að manna sig upp í að gera eitthvað við gömlu uppköstin: Á morgun. Ekkert veit ég fallegra en þetta loforð þessa janúarsól, þennan geisla vonar: A morgun! En hef ég ekki ætlað að yrkja undir mig allan heiminn? Væri mér kannski nær að harma úmaskort muna allt sem ég á ógert muna allt sem ég ætti að gera? Einu sinni reyndi ég að líkja dögunum við styggar skjátur og sjálfum mér við móðan smala með lífið bara í nösunum. (Svona er ég nú rómanúskur, aftarlega á bókmenntamerinni eða guðmávitahvað.) Ég á uppkastið ennþá og þetta verður ekki eitt af mínum hálfkláruðu verkum. A morgun vendi ég mér í snilldarverkin, á morgun kenni ég gömlu orði að sitja, á morgun get ég loksins byijað: Upp, upp! En í dag, æ sál mín, get ég aldrei hugsað. I dag er alltaf kaldi og vetrarmaður gegnir skyldu sinni. I dag er alltaf kaldi og vetrarmaður gegnir gæfum draumum. Ljóðið endar ekki þarna, en það hefði alveg mátt það. Ljóðaþýðingar úr belgísku ber þess merki að vera ort á mörgum árum. Hún er að mestu safn af stökum ljóðum, ljóðum sem hefðu sómt sér vel (og sum þeirra hafa sómt sér vel) í tímarit- um. Þama eru nokkrar stuttar syrpur af (bernsku)minningum, samtöl við dauð og lif- andi skáld, örfá (of fá) ástarljóð. Eitt þeirra heitir „sérlega mildur og kraftmikill" og þar em þessar línur: fer erótíkin í vaskinn með árunum? heyri ég laxinn stökkva í rödd þinni eða yrki ég eftir tólf ára hjónaband á máli félagsvísindadeildar háskólans? þú birtist mér í eldhúsinu klædd gulum hlátri hvort á ég að líkja þér við dís eða norn? ég á bara pottana eftir bíddu mín við fyrsta kossinn 108 TMM 1992:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.