Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 111
snuðaðu mig ekki um óskimar veittu mér ástríður láttu mig elska hata og anda að mér holdi þínu, anda I öðru eftirminnilegu ljóði, „Heimferð", sýnir Anton Helgi í furðu hversdagslegum myndum angistina sem við berum með okkur í fartesk- inu: Eg veit að íramrásin verður ekki stöðvuð. Ég veit að við eigum bókað í framtíðinni. Raunsæið var aldrei mín sterka hlið. Ekki bíður feijan. Ekki hægjum við á bflnum og snúum til baka. Þetta veit ég allt. En ég gleymdi að læsa bakdyramegin get ekki munað hvort ég slökkti á ofninum minnist þess ekki að hafa skrúfað fyrir kranann og við hefðum átt, við hefðum átt að negla fyrir glugga. Mörg ljóðin styðja hugmyndina um afneitun höfundar á skáldskap sínum. í ljóðinu „aðalblá- ber“ yrkir hann írónískt um það að láta aðalblá- ber tákna eitthvað annað en sjálf sig vegna þess að móðir hans tíndi („las“ ekki) aðalbláber fyrir vestan á haustin: En dugar aðalbláber sem líking í sambandi okkar mæðgina? Var ég aðalbláberið hennar? Einskonar Tómas En það er í fyrsta kafla bókarinnar sem þessi afneitunarljóð þjappa sér saman. Þetta er heil- legasti kaflinn og kallast líka á við lokaljóðið. í þessum ljóðum býr Anton Helgi til persónu sem er nýstárleg og spennandi í íslenskri ljóðagerð, þó að hún minni óviðráðanlega á Tómas Jóns- son, hetju Guðbergs Bergssonar í samnefndri metsölubók. Þetta er ógeðfelld persóna, hold- gervingur sjúklegrar vanmetakenndar. Andlits- laus og nafnlaus maður sem aldrei er til óþæginda, sá sem enginn tekur eftir nema til að pína hann og hrekkja, sá sem afgreiðslufólk í búðum ræðst á þegar hann ætlar bara að skoða og neyðir til að kaupa vörur sem hann vantar ekki; sá sem aldrei fær mynd af sér í tímaritum, og þó myndast hann „betur en beiskjan". Ljóðið „Höfðingjadjarfur" lýsir því hvernig slíkt mátt- laust lítilmenni nær sér niðri á kvölurum sínum: Hann deyr til óþæginda og getur þá gert það sem hann vill: Hvergi verður mér meinaður aðgangur. Ósýni- legur hvísla ég formælingum í eyru dyravarðanna, tylli mér við frátekna borðið, fer án þess að hugsa um reikninginn. (...) Dauðinn verður mér ágætis tilbreyting. Dagamir langir og nóg að gera við kuldahláturinn. Óvíst hvort ég nenni að svara ítrekunum gjaldheimt- unnar óvíst hvort ég fylli í skattskýrsluna. Nei, ég mun aldrei ffarnar yrkja ljóð. Mér líður ekki einsog. Nú reyni ég að einbeita mér að lestrinum, nei, ég les ekki meir. Strax á næstu blaðsíðu er ljóðið „Poste restante“ sem endar svona: Verst hvað ég er mikið skáld. Verst hvað ég skammast mín fyrir orðin. Verst hvað ég óttast lágkúmna sem gæti vakið grunsemdir um að mér sé alvara. „Digito monstrari...“ útfærir betur mynd hans og gefur í skyn með tilvísun til þjóðsögunnar um Gilitrutt („Húsfreyja veit ei hvað ég heiti. / Hæ, hæ og hó“) að nafnleysið geti verið styrkur: Húsfreyja náði valdi á Gilitrutt um leið og hún nefndi nafn hennar, þangað til var húsfreyja á valdi Gilitruttar. „Fjárglæfradreyminn játar" að hann lifi um efni fram, trúi á blekkingar neyslu- þjóðfélagsins um að hann geti eytt eins og hann vilji í dag, því á morgun gerist kraftaverkið, þá streymi peningamir að eins og skíturinn sem TMM 1992:3 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.