Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 27
föðurlaust og tilfinningasvelt í fósturfjölskyldu sinni. Þannig börn hittum
við fyrir í Af manna völdum, í Þeli, í Hvatt að rúnum en þó fyrst og fremst í
Hringsóli (1987).
— Já, en það á sér enga skírskotun til minnar eigin bernsku, því að ég átti
ljúf uppvaxtarár. Ég sá hins vegar hrjáð börn, norsk og síðar þýsk, sem komu
hingað í stríðinu og mynd þeirra greyptist í huga minn. Þau voru í gjafaföt-
um, allt of stórum, og litu satt að segja ekki vel út. Ég man að ég varð gripin
ótta um að „týna“ mömmu og pabba. En Evrópa var ekki bara full af
munaðarleysingjum eftir stríðið. Hér á íslandi hafði fólk orðið að láta börn
frá sér sökum fátæktar og aðstöðuleysis, eins og faðir Boggu í Hringsóli. Ég
þekkti konur mér eldri, sem var komið í fóstur og töldu aðskilnaðinn við
móðurina hafa skipt sköpum í lífí sínu. Ég held hins vegar að hið tilfinninga-
lega öryggi sem fólk telur sig hafa haft í kjarnafjölskyldunni geti verið
blekking eða falskt öryggi. Allir verða fyrir einhverjum tilfinningalegum
missi fyrr eða síðar og það skilur eftir misdjúp sár. Það er þó ekki missirinn
sem ég vil skrifa um heldur saknaðartilfinningin, þráin eftir einhverju sem
menn telja sig hafa misst.
— í Hringsóli er móðurmissir sögumannsins og harmur hennar bæði
raunverulegur og skiljanlegur. En það hve mótandi hann verður fyrir per-
sónuleika og líf Boggu er þá önnur saga. Hún stjórnast þá af þessum söknuði
eftir einhverju sem er horfið — en var kannski aldrei til?
— Einmitt. Það verður ekki Paradísarmissir vegna þess að það er ekki
staður eða áþreifanlegt fyrirbæri sem hverfur heldur er það innri missir sem
málið snýst um. Okkur hættir til að leita hins fullkomna öryggis í samskipt-
um við aðra. Við viljum helst styðja okkur tilfmningalega við aðra. Um leið
gerum við kröfu til annars fólks sem það getur ef til vill ekki staðið undir...
—... það getur aldrei staðið undir kröfunni, að minnsta kosti ekki í
bókum þínum.
— Þú segir það. Ég er hins vegar hrædd um að þetta sé ekki bara svona í
bókunum mínum. Þó að fólk standi misvel undir sér eru jafnvel þeir sterk-
ustu háðir öðru fólki. Og enginn getur gengið að tilfinningum annars manns
vísum. öryggisleysi hvað það varðar er einfaldlega hlutskipti mannanna.
Um hið nálæga og hið fjarlæga
— Er það rétt hjá mér að bækur þínar verði æ fjarlægari og óhlutstæðari,
Álfrún? í Þel fjallar þú til dæmis í sögu Einars um stúdentalíf á Spáni undir
fasistastjórn Franco eða m.ö.o. ákveðið, afmarkað og nálægt tímabil. Ein-
ræðisríkið í sögu Stefáns í Hvatt að rúnum er tilbúin ógnarstjórn, eða dæmi
um ógnarstjórn, einhvers staðar í Evrópu „fyrr á öldum“.
TMM 1994:1
17