Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 18
hann lifði, fiðluleikurinn virtist mér fremur vera nokkurs konar hug- sjónastarf en lifibrauð, það hvarflaði að mér að þetta væri köllun, eða kannski öllu fremur kall til íjöldans sem hópaðist við næsta búðar- glugga til að horfa á fólk bak við gler sem var svo frítt og fjáð að það hoppaði. Hann var ekki betlari. Ég hafði séð slíkt fólk: ég hafði gengið fram á ræfil með helgimyndir allt í kringum sig og kraup með höfuð hneigt og útrétta hönd; á götuhornuin hér og hvar hafði ég séð sjálfa Mater dolorosa sem grét með sofandi reifabarn í fanginu og fyrir framan var baukur. Ég hafði séð ungan mann sem hallaðist aftur til hægri og horfði með augum Þess Yfirgefha til himins og spennti sofandi dreng örmum meðan annar drengur lá á vinstri hliðinni — fyrir framan var baukur. Ég hafði séð beiningamenn sem stauluðust milli borða með útrétta hönd og formælingar reiðubúnar á vörum; öxl mín hafði verið snert laust af hassmöngurum og hungurvofum, portkonum og hryggðarmyndum, handlama, fótlama, örkumla og örvasa, þeim þjáðu og smáðu og ég hafði hrist hana, ósnortinn. Vanfærar tötrug- hypjur höfðu hvæst um leið og ég gekk hjá þeim: fúkki fúkki, og vildu vekja mér girnd. Ég hafði hlustað mig hálfæran á harmonikkuleikara sem stóð fattur og hreyfingarlaus með stór augu sem virtust úr gleri bak við þykk gleraugu og lét sömu níu nóturnar staulast upp og niður fúinn tónstigann tímunum saman — fyrir framan var baukur; ég hafði horft á blindan lottósala standa með gapandi munn og rang- hvolfa í sér augunum og snúa puttunum í sífellu eins og hann handléki enn hvíta stafinn sem hann var með í gær, sem hann týndi einhvers staðar í gær, sem hann týndi einhvers staðar fyrir tíu árum. Ég hafði lengi staðið og horft á agnarlitla og kengbogna konu standa límda upp við vegg og rýna með erfiðismunum í veggspjald eins og öllu varðaði fyrir hana að ráða þá gátu sem stafirnir geymdu, eins og allt hennar líf kynni að velta á því, eins og þar jafnvel væri hjálpræði að finna; og þótt ég hefði getað gengið að henni og sagt henni að stafirnir mynduðu orðin the Rolling Stones hefði ég aldrei getað útskýrt fyrir henni hvað þeir merktu, vegna þess að það kom henni svo óendanlega ekkert við. Allar þessar listrænu kyrrstöðumyndir höfðu aldrei orkað á mig fremur en áþekkir skúlptúrar sem ég hafði séð á söfnum. Ég hafði aldrei sogast inn í þessa tælandi friðsæld, aldrei langað til að líkna þessu fólki með smámynt þótt mig grunaði að tilfinningin sem það 8 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.