Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 107
Að uppistöðu í vefnum sínum gerir hún togstreituna milli heitrar og kaldrar ást- ar. Ástar manna og fiska. Önnur ástin tekur stjórnina í lífi okkar og breytir dansglaðri stúlku í duglega mömmu og drykkfelldum pilti í iðinn höld. Þetta er heita ástin sem fuðrar kannski skjótt upp en sættir okkur við hversdagslegt puð um langa ævi. Þessari ást virðist Samanta hafna með ffásagnaraðferð sinni. Hin ástin er sú sem er sett á ís vegna þess að tíminn tengir sig ekki við hana. Þetta er kalda ástin, „sennilega afar vara- söm af því hún skemmist ekki“, segir Samanta, heldur verður manni tíma- þjófur til æviloka. Þetta er ástin í listum, sem Keats orti svo fallega um, hafin yfir mannlegar ástríður, að eilífu ung: „For ever wilt thou love, and she be fair!“ Samanta og Hans ná ekki saman og verða óhamingjusöm allt til dauðans — um það vitnar örskömm innsýn sem okkur er veitt inn í framtíðina. Þau eru hið eilífa par sem fær ekki að þrauka hvunndaginn saman — ffekar en Tris- tram og ísönd, Jónas og Þóra, Árni og Snæffíður. Þeim var ekki skapað nema að skilja, og við hryggjumst og gleðj- umst í senn yfir því. Þetta er ástin sem Samanta dýrkar. Hún er engin Ingibjörg Sigurðardóttir! Eða hvað? Undir lok bókarinnar segir Samanta: Ég skil þegar ég hlusta betur að það er ekki sjálfgefið að sú sem sendir hinn elsk- aða einan norður uppskeri eilífan að- skilnað, þótt það sé mín saga. Ég skil núna að sú sem sendir mann einan norð- ur gæti allt eins grætt á því langa sam- fylgd hans. f þessum setningum brýst fram með hógværum hætti og þvert ofan í túlkun gagnrýnandans, að helst vildi Samanta vera í ástarsögu eftir Ingibjörgu Sig. Fyr- ir sér hefur hún traust og hamingjusamt samband foreldra sinna sem hún öfund- ast út í og reynir að hæðast að en getur ekki. Hún þráir heita ást. Eru það þá örlögin sem meina henni að tengjast Hans til frambúðar? Er þeim ekki skapað nema skilja? Varla er það svo rómantískt þótt við fegin vildum. Á bak við ólán þeirra er fjarska raunverulegur ótti við náin tengsl. Samanta er hrædd við tilfinningabönd eins og algengt er með börn velferðarinnar, samband hennar við sambýlismanninn Erling vitnar ekki síst um það. Hún brennir engar brýr að baki sér þegar hún gengur inn í hús hans. Framan af leikur hún þann leik að henni sé sama um Hans — hún opnar ekki fýrir honum, svarar ekki í síma. Hún býr til hindranir fýrir ást sína af því að hún treystir honum ekki. Svo vinnur hann bug á tregðu hennar, hún opnar faðm sinn og er reiðubúin til að hætta að fælast hann. Gefur honum sína heitu ást. En þá verður hann hræddur, hleyp- ur undan og býr sjálfur til hindranir. Þó að Samanta vilji fegra það fyrir lesendum sínum þá er hún svikin. Það veldur þeim sára söknuði sem mettar texta bókarinnar og andæfir hinni írón- ísku tilraun um ástarsögu sem manni sýnist sagan vera. Þegar allt kemur til alls eru ástir mannanna meira virði en ástir fiskanna, þess vegna verður ástalíf þeirra tveggja eyðimörk um alla framtíð, og þess vegna er þetta — undir glæsilegu yfirborði textans — sorgleg saga um venjulegt fólk. Það er þá hægt að skrifa slíkar sögur enn í dag. En ég myndi ekki treysta nein- um til þess eins vel og Steinunni. Silja Aðalsteinsdóttir TMM 1994:1 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.