Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 30
heldur eitthvað allt annað, eitthvað sem engan grunaði i upphafi. Og niður- staðan verður allt önnur en sú sem maður átti von á. Svona er þetta í hugvísindum og ég geri ráð fyrir að þetta sé alveg eins í raunvísindunum. Það er þessi leitandi og skapandi þáttur sem vísindi og listir eiga sameigin- legan, sem mörgum veitist erfitt að skilja, ekki síst stjórnmálamönnum. Krafan um skilvirkar rannsóknir og ofurskipulagning á vísindalegu starfi bitnar fyrst af öllu á sköpuninni, þeirri forvitni og leit sem er forsenda róttækra nýjunga. Það getur verið algjör tilviljun sem leiðir til þeirra. — Nú er ég freudisti og trúi ekki á tilviljanir. — Einmitt það! Ég er aftur á móti höll undir existensíalisma og þó að hið frjálsa val mannsins sé þar yfirskipað held ég að samhengið í lífi okkar sé ef til vill tilbúningur, eitthvað sem búið er til eftir á. — En það eru ákveðin rök í því hvernig persóna muni spila úr þeim spilum sem henni eru gefin, úr þeim forsendum sem liggja henni til grund- vallar. — Já, en þessar forsendur geta breyst — snögglega. Ertu viss um að hin röklega þróun og samhengi í persónunni séu ekki hjá þér sjálfri? — Kannski báðum. — Það er plagsiður hjá okkur Vesturlandabúum að sjá orsakasamhengi í öllum sköpuðum hlutum. Af hverju orsakasamhengi? Af hverju ekki al- heimssamhengi eins og er algengt í austurlandaheimspeki og var líka hluti af vestrænni hugsun fyrr á öldum? En sú hugsun var bæld og vísað frá með upplýsingunni á átjándu öld þar sem skynsemi mannsins átti að geta skilið og skýrt allt — með hjálp orsakasamhengisins meðal annars. Um trú — í Hvatt að rúnum opnar þú fyrir dulhyggju sem byrjar að skjóta upp kollinum í Hringsóli í trú Boggu á að maður hennar sé hjá henni effir dauðann. Þegar ég tala um dulhyggju er ég til dæmis að hugsa um draugatrú og drauginn Stefán. — Hann er ekki draugur. — Hvað er hann þá? — Hann segist vera draugur en hann er bara persóna í bókinni eins og hinar persónurnar og það stendur útþrykkilega í Hvatt að rúnum. Hann er ekki meiri draugur en hinar persónurnar en kannski eru þær bara allar draugar — mínir draugar. Nei, persónurnar í Hvatt að rúnum eru verk Höfundarins, ekki endilega mín, heldur Höfundarins. — Hvaða höfundur er það? „Höfundur alls sem er?“ — Þess vegna. 20 TMM 1994:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.