Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 64
dauða einkasonarins. En hver sem ástæðan kann að vera, þá er ljóst að þarna liggja rætur óhamingju Blooms og djúpstæðrar einmanakenndar hans. Skortur á samskiptum (og samlífi) við eiginkonuna og þeirra horfna ham- ingja eru sífellt í huga hans, líkt og hugsanir hans um að hún sé honum ótrú. Það er þó umhugsunarefiii sem hann reynir sífellt að bægja frá sér. Leopold Bloom er hins vegar síður en svo laus við kynþörf eða löngun. Hann fær útrás fyrir þær þarfir og langanir með endurteknum gægjum og sjálfsfróun. Á öðru sviði þessa texta er Bloom áhorfandi og skoðandi þess samfélags sem hann lifir í. Vegna þess að hann stendur að vissu leyti utan samfélagsins (vegna uppruna síns) getur hann horft á það og skynjað frá öðru sjónarhorni en aðrir Dyflinnarbúar og þar af leiðandi túlkað það sem hann sér öðruvísi en þeir. En þegar hann beinir augnaráðinu að konum þá verður það alltaf fallískt.7 Hið fallíska augnaráð markar konum bás sem viðföngum karlmanna; þær missa einstaklingsstöðu sína, verða líkamar án sálar, kynferðislegir þolendur þess sem glápir. Ef konan vill ekki þola slíka stöðu og vill skerast úr leik, þá er hún úr leik, það er að segja ekki gjaldgeng í heimi karlmannanna lengur. Það gerist líka af sjálfu sér þegar konan er orðin of gömul til að vera „augnayndi“. Fáar konur vilja láta dæma sig þannig úr leik og þess vegna taka konur oft fúsar við hlutverki „sýnandans“ og beita jafnvel öllum hugsanlegum brögðum til að ná augnaráði karlmannanna og glápi þeirra (föt, snyrtivörur, ákveðnar líkamshreyfingar og fleira slíkt dugar yfirleitt vel). Þetta sjáum við gerast aftur og aftur í Ódysseifi. Allar konurnar sem Bloom glápir á njóta þess að láta glápa á sig, allt frá því að hann glápir á giftu konuna sem er að stíga upp í hestvagninn í 5. kafla („Sér að ég er að horfa. Alltaf á hnotskóg eftir öðrum karlmanni.“ Bls. 74,1. bindi) þar til hann glápir á unglingsstúlkuna Gerty á ströndinni. Gerty veit vel hvað er á seyði, hún tekur fullan þátt í glápi og sjálfsfróun Blooms; leikur sitt hlutverk til fullnustu og sýnir sig: Augun sem stöðugt beindust að henni örvuðu æðasláttinn. Hún leit til hans sviplega og augu þeirra mættust og það rann upp fýrir henni ljós. f þessu andliti var hvítglóandi ástríða, ástríða þögul sem gröfin, og hún hafði slegið eign sinni á hana. Loksins voru þau útaf fýrir sig án hnýsni og athugasemda hinna og hún vissi að honum mátti treysta allt til dauðans, traustum, ósviknum karlmanni, manni sem var óhagganlega heiðvirður frammí fingurgóma. Hendur hans og andlit skulfu og um hana alla fór titringur. Hún hallaði sér aftur til að gá að flugeldunum og tók höndum um hnéð til að velta ekki afturábak meðan hún var að horfa uppí loftið og það var enginn sem sá til nema hann og hún þegar hún afhjúpaði þokkafulla og fagurlega lagaða fótleggina, mjúkholda og fínlega ávala, og henni fannst hún heyra hjartslátt hans og hásan andar- 54 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.