Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 106
að veslast upp af heimþrá í útlöndum — en er það ekki ástarþrá? Mig langaði að sjá hvernig sindraði á birkilauf við læk í hnúkaþey og sólskini, og jökull yfir og allt um kring, svo víð- áttumikill að hann er eiginlega margir jöklar og heitir ýmsum nöfnum. Augað var þyrst í blágresi í brekku, umvafið kjarri sem heitir skógur á Islandi og straumþung vötn sverfa að þessum smá- skógi á flóknu ferðalagi um svartan sand sem endar í hafhlausri strönd. [... ] Þar sem ég sat [ . . . ] fannst mér að einn dagur hjá smáu sumarblómunum sem eru svo einkennilega skær, þrenn- ingarfjólu, bláklukku, brönugrasi, að einn dagur yrði hamingjudagur, tíma- mótadagur, að óskirnar sem ég vissi ekki hverjar voru mundu rætast allar sem ein, ef ég fengi að sitja á steini úti í læk og fylgjast með ferð hans á stuttum kafla, [ . . . ] Þarna vildi ég vera, hvíla mig í rjóðri, meðan hið skammvinna hásumar staldraði við, og halda svo áfram ferð minni upp með læknum, ábrattann, eins nálægt jöklinum og ég kæmist, þessu glóhvíta flæmi sem var eins og land í landinu og ég þekkti best úr lofti. Þetta eru erótískar náttúrulýsingar og kallast á við lýsingar á ástafundum elskendanna síðar meir. Eftir að þau hittast fer Samanta að taka eftir rósum hvert sem hún lítur, og rósamálið fýlgir þeim söguna á enda. Oft verður textinn eins og prósaljóð, stundum í anda 19. aldar skálda, einkum Jónasar Hallgrímssonar, en fleygað vís- unum í seinni tíma skáld, oftast Halldór Laxness. Auk þess stundar Samanta þór- bergska nákvæmni í meðferð talna: „Einn daginn var ég komin upp þrjátíu og tvær tröppur, þegar ég sneri við ...“ Frásögnin minnir oft á riddarasögu. Þau Hans Örlygsson hittast fyrir utan kastala í útlöndum. Hún býr í litlum kastala fýrir neðan gamla virkið, uppi í turni eins og miðaldamær, og í garðin- um eru páfuglar. Umhverfið er ævin- týralegt í þeim hluta, og sagan er líka ævintýri. Eins og Þyrnirós er Samanta bókstaflega vakin til ásta, jafnvel hvað eftir annað. Og eins og Karlsson verður Samanta á ferðalagi sínu í lokin að æja þar sem áður hefur verið áð til að allt sé gert samkvæmt settum reglum. Póstmódern ástarsaga? Úr hversdagslegri sögu sem flestar stúlk- ur hafa upplifað — að einhver lemur utan glugga þeirra um nætur en býður þeim aldrei í bíó — verður smám saman bókmenntatexti um bókmenntatexta; gott dæmi um textatengsl sem Ástráður Eysteinsson lýsir í greininni „Mylluhjól- ið“ í síðasta hefti Tímaritsins. Og eins og hann bendir á verða textatengslin ekki til að þrengja verkið heldur opna það, „ýfa áferð þess og virkja lesturinn með spurningum“. Reyndar kallar hann text- ana sem Steinunn ræðir aðallega við í bók sinni „fastapunkta“ í íslenskum bókmenntum. Þetta er líka bók um það hvernig skáld vinnur: Ég var ekki úti að borða með Hans ör- lygssyni á Svörtu rósinni fyrr í kvöld, ég var að því núna. Núna fyrst sá ég mann- inn í skýru ljósi, hvað hann var myndar- legur á velli, hvað hann stikar reffilega áffam veginn. Og núna fyrst tók ég al- mennilega eftir því hvemig hann hélt á rauðvínsglasinu — eins og það væri safngripur. „Það gerist aldrei neitt um leið og það gerist. Allt gerist eftir á“, minnir Sam- anta okkur á, og verður eins konar per- sónugervingur skáldgyðjunnar þar sem hún situr og vinnur í sífellu úr reynslu sinni. Steinunn sýnir okkur að úr hálfgerð- um skyndikynnum megi gera minnis- stæða og merkilega ástarsögu. Að úr fáeinum lausum endum megi vinna samfelldan vef með sérstæðu munstri. 96 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.