Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 93
Torfi H. Tulinius Rjúfið þögnina! Ávarp til rithöfunda um bók sem er ekki til Flutt á Bókmenntavöku Rithöfundasambandsins, laugardaginn 27. nóvember 1993 ímyndum okkur bók. ímyndum okkur að höfundur hennar hafi talið alla punktana í skáldverki, t.d. eftir Halldór Laxness, sett nákvæmlega jafnmarga punkta á blöð, bundið þau inn í bók og gefið henni heitið: „Þögnin í verkum Halldórs Laxness“. Það sem hér fer á eff ir mætti vel skoða sem bókmenntarýni. Sem bókmennta- fræðingur, ætla ég að „rýna“ í þessa ímynduðu bók og setja fram túlkun á henni. Á innihaldi hennar, ef mér leyfist að nota þetta orð, en það á raunar jafn vel við þessa bók og aðrar. Sumum kann að finnast að í henni sé fullmikið haft fýrir svolítið ff umlegum en fýrst og fremst yfirborðslegum brandara, en það má líka hugsa sér að höfundur hennar sé að reyna að segja okkur eitthvað um bókmenntir, eitthvað mikilvægt. Fyrirætlun höfundar skiptir svo sem ekki öllu, eins og Roland Barthes hefði getað sagt ykkur, því textinn talar sjálfur sínu máli. „Þögnin í verkum Halldórs Laxness“. Bókin býður upp á ótalmargar túlkunarleiðir. Skoðum þessa fyrst: Allar bókmenntir — ekki bara bækur Halldórs — þegja yfír einhverju. Þær komast ekki hjá því. Veruleikinn er svo óendanlega fjölbreyttur og margslunginn, möguleikar ímyndunaraflsins svo ótakmarkaðir, fortíðin svo ómælanlega djúp, framtíðin svo óhugsandi að hver sá sem ætlar að taka til máls verður að velja það sem hann ætlar að segja og um leið að hafna, hafna svo mörgu, svo gífurlega mörgu, sem sækir á hugann, sem vert er að segja, sem mikilvægt er að komi fram, sem hann langar svo til að deila með öðrum. Þetta á einnig við um rithöfunda. Jafnvel Halldór Laxness sem hefur sagt okkur svo margt, svo ótrúlega margt: frá hljómi eilífðarinnar í gamalli klukku, frá vetrarmorgni í vitund ungs drengs, frá tælandi hreinleika feg- urðar himinsins, sem gefur okkur fýrirheit um frelsi undan dómum mann- anna, frá tónlistinni í rausi strætisrónans, og fleiru, og fleiru. Jafnvel Halldór þegir yfir ótalmörgu, yfir öllu því sem eftir er af óendanleikanum þegar verkum hans sleppir, þ.e. yfir óendanlega mörgu. Þögnin í verkum hans er óendanleg. TMM 1994:1 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.