Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 69
flakki um borgina í erindagerðum auglýsingasafnarans, og hann hefur, eins og Ódysseifur, verið aðskilinn frá konu sinni að því leyti að þau hafa ekki haft fullkomnar samfarir síðan sonurinn dó. Molly er við íyrstu sýn alger andstæða hinnar dyggu Penelópu, þar sem hún heldur framhjá manni sínum með stertimenninu Blazes Boylan, en þegar hún tekur loks til máls, í síðasta kaflanum, kemur í ljós að innst inni elskar hún engan annan en Leopold sinn. Stephen Dedalus á að vísu föður, en Simon er drykkfelld landeyða sem getur ekki orðið unga manninum nein föðurmynd. Stephen er því í leit að föður og Bloom í leit að syni, og gegnum alla bókina færast þeir nær og nær hvor öðrum, uns fundum þeirra ber saman og Bloom reynir að stofna til nánari tengsla þeirra á milli. Hvort það tekst er spurning sem bókin veitir engin skýr svör við. í forsal vinda Sjöundi kafli Ódysseifs er jafnan kallaður Eólos eftir þeim manni sem Seifur hafði gert að ráðsmanni vindanna og segir frá í tíunda þætti Ódysseifskviðu. Eólos þessi tók forkunnarvel á móti Ódysseifi, hélt hann í heilan mánuð og gaf honum að skilnaði belg með hinum þjótandi vindum, en veitti síðan greiðan byr heim til íþöku. Eftir tíu daga siglingu sáu þeir föðurland sitt álengdar, þá seig sætur svefn á Ódysseif, en förunautar hans leystu þá frá belgnum, sem þeir hugðu innihalda dýrar gjafir frá Eólosi; þá þustu allir vindarnir út og skipin bárust með fárviðrinu aftur til Eólseyjar. En í þetta skiptið tók Eólos illa á móti Ódysseifi og hrakti hann á burt með hinum herfilegustu orðum. Þessa einföldu frásögn notfærir Joyce sér með margvíslegum hætti. Eólos gerist á blaðaskrifstofum og í prentsmiðju; sá sem samsvarar Eólosi er ritstjórinn, Myles Crawford, og er það vel við hæfi. Bloom kemur til ritstjór- ans í þeirri von að ganga frá auglýsingaviðskiptum, Crawford tekur vel á móti honum, Bloom fer í þeirri trú að allt sé komið í höfn, snýr aftur, en þá er ritstjórinn í fúlu skapi og hreytir í hann örgustu ónotum. Með þessum hætti endurspeglast saga Ódysseifs í sögu Blooms. En frásögn Hómers birtist einnig í stíl kaflans og orðfæri, þema hans og viðfangsefnum. Eins og við er að búast er mikið um vind í kaflanum, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þegar Bloom kemur inn í skrifstofubygginguna heyrir hann marr í dyrum og hugsar: ,Ævinlega eru einar dyr látnar standa andspænis öðrum svo vindurinn geti. Inn. Út.“ (bls. 119). Og það er mikill blástur í þessari byggingu. Prófarkir feykjast í dragsúgi og ritstjórinn segir að þetta sé sannkallaður hvirfilvindur (bls. 130). En víðar er vindur á ferð. Þegar Bloom er að hugsa um hvers konar efni selji vikublöð er það m.a.: TMM 1994:1 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.