Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 16
Guðmundur Andri Thorsson Fiðlarinn á horninu Ég hef alltaf hrifist af götuspilurum vegna þess að þeir koma naktir fram. Þeir geta ekki stýrt viðtökum verka sinna, og kannski er það þess vegna sem þeir eru bannaðir á íslandi. Þeir hafa tekið sér stöðu ljósastaurs eða búðargínu í tilveru fólks og reyna að troða sér inn í eitt andartak í lífi þess til að láta eitthvað ljóma óvænt, eitthvað lifna án þess að fólk sé búið að brynja sig fyrir list eins og raunin er um opinbera listviðburði, og eru þess vegna berskjaldaðir, ofurseldir fyr- irlitningu viðtakendanna, óvarðir fyrir hatri þeirra og ást og skeyting- arleysi og halda bara áfram að spila fyrir túkalli — halda bara áfram. Af öllum götuspilurunum í Evrópu var sá sem stóð við stóru verslunarsamsteypuna á Calle de Carmen í Madrid verstur. Hann lék á fíðlu. Hann var mjög duglegur. Á hverjum degi lék hann frá morgni til kvölds og fyrir kom að hann sargaði til miðnættis þegar allir voru farnir úr götunni og enginn var lengur að hlusta nema ég sem stóð við glugga í dimmu herbergi og horfði á hann standa einan og eljusaman ogþöglan og sviplausan og stritandi, jafn einbeittan og fyrr um daginn þegar litríkur heimurinn fór í sveipum framhjá honum. Hornið hans var gegnt glugganum mínum. Ég uppgötvaði það þegar ég hafði gert upp reikningana við araba sem var þurr á manninn og lét mig í friði þann tíma sem ég bjó þarna, lét það meira að segja ógert að skipta á rúminu mínu sem ég lét mér í léttu rúmi liggja fram á fimmtu nótt þegar ég vaknaði í svitabaði og þurffi að flá af mér lökin. Þegar ég gekk í fyrsta sinn inn í herbergið þótti mér strax eitthvað undarlegt við það, samt sá ég ekki annað en rúm, stól og borðskrifli. Ekkert bogið við það. Og ekki heldur við megnan dauninn sem barst af klósettinu á ganginum, þrunginn exótískum kryddjurtum. Ég gekk að glugganum og opnaði hann, ég settist við borðið. Ég stóð upp. Ég fór út á svalir og horfði um stund á þessa lífveru sem heillar fslend- inginn erlendis, mannhafið — ég gekk aftur inn, settist. 6 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.