Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 99
Kristján B. Jónasson Draugagangur í kastala samfélagsins Það er án efa einkennandi fyrir samtíma okkar hve algengt það er að nota afturgönguna til að lýsa hugmyndum og fyrirbærum. Tímaskeið sem er svo djúpt markað af endurkomu stílbrigða og viðhorfa úr fortíðinni hlýtur líka að verða fangað einna best í hugmyndinni um drauginn og sú reikula söguskynjun sem þessi uppvakning byggir á er vafalaust best skýrð með mætti hans og afli. Draugurinn er oft notaður sem greiningartól til lýsingar á eðli fortíðartengsla okkar, en ekki síður sem skammaryrði yfir úldnar fortíðarleifar í ræðum og ritum samtíðarfólks; — nokkuð sem er vel þekkt af vettvangi stjórnmálanna þar sem menn væna hver annan um að vera draugar hægri- eða vinstrivillu kaldastríðsáranna. Þessir draugar geta því verið sýnilegir öllum þeim sem vilja sjá en þeir geta einnig tekið á sig lúmskari myndir. Margir skilja þá sem einskonar vald sem beitir sér „í gegnum“ lifendur og gerir þá að handbendi sínu. Þannig eru til dæmis áhrif höfundar, hugsuðar eða hugmyndastraums á samtíðarfólk sviðsett sem einskonar miðilsfundur þar sem rödd þess framliðna les sporgöngumanni sínum fyrir. Draugurinn birtist ekki sjálfur en gengur aftur sem einskonar malandi á milli línanna í ritum lifenda, hann er líkt og stríðin símadama sem hvíslar hugdettum sínum að símnetinu svo ókunnir viðmælendur heyri. Þannig er draugurinn leið til að lýsa ákveðinni hugmynd um samband okkar við fortíðina og hlutverk hennar í samtíðinni og getur á þann hátt skerpt sýn á þessa hluti. En oftar er hann leið til að leggja mat á samtíðina, offast út frá andstæðu sem mætti kenna við framsækni og afturhald. Út ffá sjónarhorni þess sem telur sig hafa yfirunnið fortíðina á einhvern hátt og vera þannig handhafi þess nýja eru allir reimleikar merki um hnignun eða að minnsta kosti hvimleiða truflun á hinu nýja skipulagi. Þessi fulltrúi framsækninnar fer því í föt galdramannsins og reynir að kveða niður það sem hann kallar sendingar fortíðarinnar með gífuryrðum; nokkuð sem allir kannast við sem hafa fýlgst með stjórnmálaumræðunni síðustu árin þar sem gengið hefur á með særingum og galdraþulum. En þessi afstaða kemur einnig fram víðar og mikla tölu í þessum anda má lesa í Tímariti Máls og menningar 4/1993 („Sæmundur fróði hinn nýi reiðir TMM 1994:1 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.