Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 33
Um gildi — Þú segir í viðtali við Súsönnu Svavarsdóttur í Morgunblaðinu (27.11) að „ ... við þurfum á nýjum gildum að halda.“ Nú erum við búnar að tala um það lengi hvernig þú brýtur niður í bókum þínum, í æ ríkara mæli, allar viðteknar hugmyndir um manneskjuna, öll gildi. Hvað stendur eftir og hvað áttu við með „nýjum“ gildum? — Ég á ekki við að við þurfum að finna gildi sem enginn hafi vitað um áður. Við þurfum þvert á móti að taka gömlu gildin og endurmeta þau. Til þess þarf að taka í gagnið gildið „hugrekki“. Vegna þess að mikið þarf til, ef menn vilja sjá gegnum þá holtaþoku sem lögst er yfir þetta samfélag. í þessu svokallaða „upplýsingaþjóðfélagi“ erum við daglega frædd um það sem er að gerast í heiminum, í fleiri og mikilvirkari íjölmiðlum en nokkru sinni áður. Þeir dynja á okkur eins og menn eru að kvarta yfir. Þegar alvarlegt mál skýtur upp kollinum hér á landi — ég læt erlend ríki liggja á milli hluta — er það oftar en ekki talað í hel. Og hvernig er þá hægt að tala um það sem máli skiptir án þess að finnast maður vera að herma eftir eftirhermunum? Þokan leggst yfir mann. Gildi eins og gagnrýnin hugsun eða siðfræðileg viðbrögð, virðast ekki eiga upp á pallborðið um þessar mundir. Ég vona að það sé ekki merki um að þjóðin vilji láta hugsa fyrir sig. Það þarf hugrekki til að andmæla í orði og á borði, og það gerist ekki af sjálfu sér. Annars virðist fólk hvorki hafa tíma né þrek til að ræðast við í því skyni að fá að vita hvað aðrir eru að hugsa. Það er trúlega ein af afleiðingum þess sem verið hefur að gerast í landinu á undanförnum árum og hefur ekki aðeins haft áhrif á kjör fólks heldur líka á hegðun þess og hugsun. Mér ofbýður til dæmis niðurskurðurinn í skólakerfinu og það hvernig staðið hefur verið að málum. Þetta er atlaga að menntun og framtíð ungu kynslóðarinnar og landsmanna allra. Oft er hún í búningi fálmkenndra „tilrauna11 sem seinna eiga eftir að skila árangri sem full ástæða er til að kvíða. Öll orka okkar uppi í Háskóla og dýrmætur tími hefur að mestu farið í það síðustu árin að reyna að verja einhvern menntunarkjarna sem þegar hefur verið skertur of mikið. Þegar ég kom til starfa við Háskóla íslands, árið 1971, fannst okkur að við værum að byggja upp fyrir framtíðina. Þeir sem koma að skólanum núna sem ungir kennarar, verða að byrja á því að sporna á móti, með okkur eldri kennurunum. Það er takmörkuð framtíð á dagskrá. — „Sporna á móti“ segir þú. Ég held næstum að það hugtak sem þú hefur notað oftast í þessu samtali, og alltaf með jákvæðum formerkjum, sé orðið „breyting“. Má ekki breyta Háskólanum? TMM 1994:1 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.