Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 47
maður góður og hrókur fagnaðar framanaf ævi. Mary Jane var dóttir vínsala sem átt hafði viðskipti við John Joyce meðan allt lék í lyndi, en var andvígur ráðahagnum, enda var alla tíð kalt milli þeirra tengdafeðga. Bræður Mary Jane, William og John Murray, hlutu óbrotgjarna minnisvarða í verkum systursonar- ins. Þeir eru Alphy og Joe í smásög- unni „Mold“. John Murray birtist undir eigin nafni í Ódysseifi. William Murray er Richie í Ódysseifi og hinn drykkfelldi og hrottafengni Farr- ington í „Samstæðum“, faðirinn sem kemur heim drukkinn og misþyrmir ungum syni sínum. „Sláðu mig ekki, pabbi! Ég skal . . . Ég skal fara með Maríubæn fyrir þig...“ Þessi ódauðlegu lokaorð sögunnar tók Joyce orðrétt uppúr dagbók Stanislaus bróður síns, sem hafði orðið þeirra áheyrsla. Kona Williams Murrays, Josephine, sem var trúnaðarvinur skáldsins til dauða- dags, kemur fyrir undir eigin nafni í Portrait. Börn Joyce-hjónanna, sem á legg komust, urðu tíu talsins, en James virðist ekki hafa verið nákominn öðrum systkinum en Stanislaus, sem var tveimur árum yngri en hann. Þeir áttu náin og stundum stormasöm samskipti til æviloka. Sambandið við móðurina var ákaflega náið. I huga skáldsins var hún ævinlega nátengd hlýju heimilisins og kaþólskri trú. Hún tók sér mjög nærri þegar hann sagði skilið við kirkjuna, og hann ásakaði sig alla ævi fyrir að hafa synjað hinstu bón hennar áðuren hún skildi við. Verk hans bera með sér að náin tengslin við móðurina ollu margvíslegum sálflækjum, ekki síst að því er varðaði vændiskonur og „blessaðar meyjar“. Þó hann skopaðist góðlátlega að föður sínum og fjölbreytilegum veikleikum hans, þá dáðist hann að honum undirniðri, enda áttu þeir æðimargt sameiginlegt, ekki bara í drykkjusiðum og eyðslusemi, heldur einnig í ættarstolti, tónlistarsmekk, orðkynngi, eftirhermuhæfileikum og skopvísu innsæi í eðli hlutanna. James átti tiltölulega bjarta bernsku þartil hann var „hálfsjö“ einsog hann orðar það. Þá var hann sendur í besta kaþólska heimavistarskóla írlands, Clongowes Wood College, rúma 30 kílómetra fyrir vestan Dyflinni. Uppfrá því var hann undir handarjaðri jesúíta þartil hann lauk háskólanámi, að Æskumynd af James Joyce. TMM 1994:1 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.