Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 103
kröfu sem hefur einkennt hana, tengjast ef til vill þeirri hugmynd Guðbergs að hnignunareinkennin láti nú sem þau séu sönn lífsorka, en mér finnst einmitt hnignunin fremur birtast í því að reyna ekki að endurmeta hlutleys- isviðhorf vísindanna, sem er án efa helsta sakka þess tækniskilnings sem þrengir áhugasvið manna eftir því sem þeir læra meira, líkt og Guðbergur kvartar yfir að sé tilfellið í háskólum hins vestræna heims. Þrátt fyrir skarpa gagnrýni á tæknihyggju menntunarinnar og afleiðingar hennar fyrir samfé- lagið og hugarfarið virðist honum helst detta í hug að afskaffa skólamenntun eða þá láta hana danka áfram á sinni mottu, þrátt fyrir að sú motta sé í raun mein hennar. Aðfinnslur Guðbergs afbaka í stuttu máli allt það sem sagt var í umfjöllun minni og svo ég komist hjá því að rekja það sem hann segir lið fyrir lið þá vil ég aðeins segja að sú höfuðfullyrðing hans að ég „snúi út úr“ öllu sem stóð í bókinni á jafn mikið við gagnrýni hans á umsögn mína. Það bjó aldrei neitt fláræði að baki þessum skrifúm en sé mér engan veginn sjálfrátt þegar ég skrifa það sem ég skrifa þar sem ég er afturgenginn (sem ég efa reyndar stórlega) þá get ég ekki komið auga á sambandið á milli minna reimleika og þeirra blöndnu viðbragða sem útkoma Tómasar Jónssonar metsölubókar eða Ásta samlyndra hjóna vöktu meðal fólks. Að leggja umsögn um viðtalsbók við viðurkenndan og verðlaunaðan höfund sem nýtur án nokkurs vafa meiri hylli nú um stundir en flestir aðrir íslenskir höfundar, að jöfnu við þá móðursýki er ekki aðeins fráleitt heldur er það ný tegund af móðursýki. Myndmál draugagangsins hefur margt til síns máls. Fjölmargt í samtím- anum bendir til þess að hugmyndakerfi 18du og 19du aldar leiki nú lausum hala í einskonar tómarúmi sem hefur verið að myndast um langa hríð en fékk á sig skýra sögulega mynd við atburðina í Evrópu 1989 og 1990. En draugagangurinn er einnig, eins og draugagangi er tamt, ekki ýkja áþreifan- legur og því gætir eðlilega tilhneigingar hjá þeim sem telja sig geta séð afturgöngurnar, líkt og Guðbergur, til að setja ólíklegustu hluti í flokk með þeim. Sú samfélags- eða hugmyndagreining sem fer fram undir merkjum reimleikanna getur haft ýmislegt til síns máls en rannsókn á þeim forsendum er til lítils ef hún endar síðan í jafn rígbundnum hugtökum og þeim sem henni var stefnt gegn. Þó svo að fjölbreytni í stefnum og stílum í samtíman- um beri um margt fremur merki sinnuleysis í sögulegum efnum og áhuga- leysis um stefnumótun heldur en raunverulegrar margbreytni, þá er samtíminn um leið prófraun á hæfileika okkar til víðsýni og endurmats, mitt í öllum hugmyndagrautnum. Þannig er æsingurinn yfir draugum og svipum ffemur dapurlegur ef niðurstaðan er sú að þeir séu allir skyndimenntaðir afturhaldsseggir sem sjái veruleikann í svörtu og hvítu. Það verður að greina TMM 1994:1 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.