Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 79
Ef það er ekki dautt. Og hvað ætlarðu þá að gera? Drepa það, auðvitað. Svo það hætti að kveljast. Jú, en þessi köttur er áreiðanlega dauður. Og ef hann er lifandi, þá er hann sjálfsagt búinn að forða sér og við finnum hann aldrei. Hún þagði og sneri andlitinu frá honum. Hann vissi, að þegar hún komst í mikla geðshræringu þurffi hún helst að fá að jafna sig í einrúmi. Það besta sem þau gerðu núna væri að leggja bílnum á næsta útskoti og leyfa henni að teygja svolítið úr fótunum og anda að sér frísku lofti. Þau máttu hinsvegar engan tíma missa ef þau áttu að ná ferjunni. Svo í staðinn mjakaði hann sér nær hurðinni og reyndi að láta sem minnst á sér kræla. Blíndi fram á svartan veginn með óslitnum hvítum línum ábáðum köntum, en brotalínu á miðjunni sem markaði akrein- arnar, eina í hvora átt. Hvíti liturinn var eitthvað svo óvenjulega hreinn. Einsog nýbúið væri að mála. En kannski var það bara myrkrið allt um kring sem gerði línurnar svona skýrar í skini bílljósanna. í rauninni var honum létt. Já, þótt hryllingurinn æddi enn í taugum og kaldur sviti héldi áfram að hríslast niður bakið, var hann ósegjan- lega feginn. Hann hafði nefnilega vitað alla leiðina að eitthvað skelfi- legt ætti eftir að koma fyrir. Og núna hafði það gerst. Núna var það yfirstaðið. Núna var ekkert meira að óttast. Það var fátt sem hann hafði jafn mikinn beyg af og skyndiákvarðanir. Líktog flestir sem trúa því að ævin sé í stærstu dráttum ákveðin fyrirfram, var hann sannfærður um að skyndiákvarðanir væru ekki teknar af okkur sjálfum, heldur væru þær einhver skæðasta blekking sem örlaganornirnar beittu til að fanga manneskjurnar í vef sinn — en þá var oftast voðinn vís. Hann hafði því árum saman haft þá meginlífsreglu að ákveða aldrei neitt nema að hafa áður gefið sér góðan tíma til umhugsunar. Annað fannst honum jafngilda því að hoppa út um glugga án þess að vita hvort glugginn væri á jarðhæðinni eða þeirri tólftu. Þess vegna hafði hann að sjálfsögðu strax maldað í móinn þegar þau kvöddu krakkana við skátaheimilið og hún fékk þá hugdettu að þau slægju bara öllu upp í kæruleysi og skryppu í heimsókn til vinafólks síns á meginlandinu. Það voru bráðum tveir mánuðir síðan hann TMM 1994:1 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.