Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 105
Ritdómar Skáldskapur um skáldskap Steinunn Sigurðardóttir: Ástin fiskanna. Iðunn 1993. Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurðar- dóttur, Ástin fiskanna, er ekki löng, 107 síður í litlu ljóðabókarbroti. En lengdin er blekking. Inni í þessari nóvellu leynist miklu lengri bók um ástina fiskanna „sem er köld eins og sjálfir þeir“, eins og Jónas Hallgrímsson hefur eftir Cuvier í einkunnarorðum bókarinnar. Ástin fiskanna er saga um sögu. Sam- anta Einarsdóttir segir okkur söguna af kynnum sínum og Hans Örlygssonar sem staðið hafa stopul í þrjú ár en skal nú vera lokið. Þau hittust af tilviljun í útlendri borg, skoðuðu saman kastala, skáluðu á bar og borðuðu saman á veit- ingahúsi. Heima hittust þau nokkrum sinnum með löngu millibili. Þau áttu saman einn óviðjafnanlegan morgun og dag til kvölds, en hann breytir engu um samband þeirra. Hans var í upphafi lof- aður annarri konu, seinna giftur og loks faðir. Samanta og Hans eru fjarska ólíkt fólk. Hann er mestur í munninum, að vísu skemmtilegur en enginn sérstakur draumaprins, hringjandi og komandi að næturþeli, kenndur. Samanta dregur ekki fjöður yfir það í ff ásögn sinni, held- ur ekki yfir fegurð hans. Lýsingar henn- ar eru sérkennilega heillandi: Ég flýtti mér að festa Hans Örlygsson í minni þar sem hann hvíldi hálfsofandi eða steinsofandi; viljasterka hökuna sem dugði honum þó ekki til þess að forðast mig, ég fyrirgaf hökunni, smákyssti var- irnar, þreyttar eftir allt kossastandið, og neðri vörin miklu þykkari en sú efri, jafnvel ókysst. Ég fór líka vörum um kúpt ennið, [ . . . ] Og ég notaði tækifærið [ . . . ] til þess að strjúka líkamann, bringu og axlir, og kyssa augnlok og hjúfra mig að þykka líkamanum öllum, með mjúka hýjungnum á laerunum, fót- unum, bringunni og finna hann taka utan um mig alveg mátulega fast, alveg mátulega laust, en það er ein af hinum miklu sérgreinum hans. Hans kynnumst við gegnum frásögn Samöntu, en sagan byggir smám saman upp persónu hennar og hún er ekki venjuleg kona. Samanta er sérvitur og passíf, hefst ekki að. Talar ekki en hlust- ar, — nafhið Samanta þýðir sú sem hlustar —, segir helst nei þegar hún er spurð. Grípur ekki tækifærið, notar ekki stundina en nemur allt sem að henni berst og geymir það með sér, hugsar það upp á nýtt, aftur og aftur, stöðvar tím- ann með upprifjunum sínum, síar úr þeim það sem hún vill muna og minnist. Ástarsaga Allt er tilbúið til ásta þegar þau hittast, og þau mega ekki sköpum renna. Sam- anta er búin að lesa yfir sig af indversk- um ástarljóðum sem hún er að þýða, og það kemur ffam að rauðir litir laða hana að sér. Hún er sjúk af þrá effir einhverju sem hún hefur ekki og veit ekki hvað er og skírir það Skaftafell, heldur að hún sé TMM 1994:1 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.