Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 68
Sverrir Hólmarsson Vindar og vonbrigði Rýnt í sjöunda kafla Ódysseifs Ef nefha skal tvö höfuðverk hins klassíska módernisma á enska tungu mun flestum þykja sem valið liggi beint við: Ulysses og The Waste Land. Þessi tvö verk eiga reyndar furðu margt sameiginlegt. Þau eru gefin út sama árið, 1922. Báðir höfundarnir semja verk sín í sjálfviljugri útlegð frá föðurlandi sínu. Bæði verkin vekja í upphafi ýmist andstyggð eða hrifningu. Bæði verkin stilla nútíma og fortíð hlið við hlið. Bæði verkin vísa óspart til bókmennta fyrri alda. Bæðin verkin byggja á mýtum. I báðum tala margar raddir og eru ekki alltaf auðkenndar. Og bæði fjalla þau um stöðu mannsins í heimi þar sem guð er ekki lengur til staðar. Þannig mætti halda áfram. Og nú eru bæði verkin loksins komin út á íslensku. En það er að vísu allverulegur stærðarmunur; Eyðilandið er 433 línur, Ódysseifur 776 blaðsíður í útgáfu Máls og menningar. Og það eru engar venjulegar blaðsíður, því að textinn er þéttur og margslunginn vefur gerður af mörgum ólíkum þáttum. Bókin gerist á einum degi í Dyflinni, en hún spannar jafhframt alla ævi aðalpersónanna þriggja fram að þessum degi, alla mannkynssöguna, bókmenntirnar, sögu tungumáls og stíls, vísindin, og þannig mætti lengi telja. Textinn vísar í sífellu bæði út fyrir sjálfan sig til annarra texta og fyrirbæra og einnig fram og til baka innan sín sjálfs. í þessari grein er ætlunin að veita nýjum lesendum bókarinnar ofurlitla nasasjón af því hvernig textavefur Joyce er samansettur, með lítilsháttar athugun á einum kafla bókarinnar. En fýrst verður að gera grein fyrir nokkrum atriðum varðandi bókina sem heild. Ódysseifur segir frá einum degi, 16. júní 1904, í lífi Dyflinnarbúa, einkum þriggja þeirra: Leopolds Bloom, auglýsingasafnara, eiginkonu hans Molly, sem er söngkona, og Stephens Dedalus, sem er ungur menntamaður og upprennandi rithöfundur. Bókin skiptist í átján kafla sem hver fýrir sig á sér fyrirmynd, með ýmislegum hætti, í Ódysseifskviðu Hómers. Bloom er þá einskonar hliðstæða Ódysseifs, Molly Penelópu og Stephen Telemakkosar. Þau eru einnig þrenning (veraldleg, ekki heilög): Faðirinn, Sonurinn og Huggarinn. Bloom er faðir án sonar; hann missti son sinn kornungan tíu árum fyrir Bloomsdag. Hann er ferðalangur eins og Ódysseifur, er á sífelldu 58 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.