Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 68
Sverrir Hólmarsson
Vindar og vonbrigði
Rýnt í sjöunda kafla Ódysseifs
Ef nefha skal tvö höfuðverk hins klassíska módernisma á enska tungu mun
flestum þykja sem valið liggi beint við: Ulysses og The Waste Land. Þessi tvö
verk eiga reyndar furðu margt sameiginlegt. Þau eru gefin út sama árið, 1922.
Báðir höfundarnir semja verk sín í sjálfviljugri útlegð frá föðurlandi sínu.
Bæði verkin vekja í upphafi ýmist andstyggð eða hrifningu. Bæði verkin stilla
nútíma og fortíð hlið við hlið. Bæði verkin vísa óspart til bókmennta fyrri
alda. Bæðin verkin byggja á mýtum. I báðum tala margar raddir og eru ekki
alltaf auðkenndar. Og bæði fjalla þau um stöðu mannsins í heimi þar sem
guð er ekki lengur til staðar. Þannig mætti halda áfram. Og nú eru bæði
verkin loksins komin út á íslensku.
En það er að vísu allverulegur stærðarmunur; Eyðilandið er 433 línur,
Ódysseifur 776 blaðsíður í útgáfu Máls og menningar. Og það eru engar
venjulegar blaðsíður, því að textinn er þéttur og margslunginn vefur gerður
af mörgum ólíkum þáttum. Bókin gerist á einum degi í Dyflinni, en hún
spannar jafhframt alla ævi aðalpersónanna þriggja fram að þessum degi, alla
mannkynssöguna, bókmenntirnar, sögu tungumáls og stíls, vísindin, og
þannig mætti lengi telja. Textinn vísar í sífellu bæði út fyrir sjálfan sig til
annarra texta og fyrirbæra og einnig fram og til baka innan sín sjálfs.
í þessari grein er ætlunin að veita nýjum lesendum bókarinnar ofurlitla
nasasjón af því hvernig textavefur Joyce er samansettur, með lítilsháttar
athugun á einum kafla bókarinnar. En fýrst verður að gera grein fyrir
nokkrum atriðum varðandi bókina sem heild.
Ódysseifur segir frá einum degi, 16. júní 1904, í lífi Dyflinnarbúa, einkum
þriggja þeirra: Leopolds Bloom, auglýsingasafnara, eiginkonu hans Molly,
sem er söngkona, og Stephens Dedalus, sem er ungur menntamaður og
upprennandi rithöfundur. Bókin skiptist í átján kafla sem hver fýrir sig á sér
fyrirmynd, með ýmislegum hætti, í Ódysseifskviðu Hómers. Bloom er þá
einskonar hliðstæða Ódysseifs, Molly Penelópu og Stephen Telemakkosar.
Þau eru einnig þrenning (veraldleg, ekki heilög): Faðirinn, Sonurinn og
Huggarinn. Bloom er faðir án sonar; hann missti son sinn kornungan tíu
árum fyrir Bloomsdag. Hann er ferðalangur eins og Ódysseifur, er á sífelldu
58
TMM 1994:1