Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 62
að orðræða trúarinnar og orðræða ástarinnar séu þær orðræður sem best greinast meðal radda þessa fjölradda skáldverks. í textanum rekumst við aftur og aftur á þetta tvennt — eða íjarveru þess — og á einhvern hátt er þetta tvennt nátengt og samofið. Karlhetjurnar tvær, Leopold Bloom og Stephen Dedalus, þjást báðir vegna ástleysis og trúleysis. Þeir finna báðir fyrir tómi í tilveru sinni sem þeir reyna af nokkurri örvæntingu að fylla — eða bara fela. Það er þetta tóm sem orsakar þá óhamingju, einsemd, firringu og einangrun sem þeir upplifa báðir. Ég tel að rekja megi saman þræði ástarinnar og trúarinnar (og þá jafnfr amt ástleysis og trúleysis) í þessum texta. Samanburður á þessu tvennu má teljast leiðarminni í verkinu. Einna auðveldast er að greina þetta í orðræðu og hugsunum Stephens, en einnig er þetta til staðar í orðum og athöfnum Blooms. Gott einstakt dæmi um þetta er að finna í 13. kafla þar sem hliðstæða er dregin upp á milli unglingsstúlkunnar Gerty MacDowell og jómfrú Maríu guðsmóður. Það dæmi sýnir einnig „gróteska“ hlið slíks samanburðar því í kaflanum er því lýst þegar Bloom fróar sér á meðan hann glápir á Gerty á ströndinni. II Fræðimenn vilja rekja slíkan samanburð ástar og trúar til „dauða Guðs“ í hinum vestræna heimi. í bókinni Ástarsögur fjallar Júlía Kristeva um slíkan samanburð trúar og ástar í vestrænu samfélagi. Hún rannsakar heim- spekitexta, bókmenntir og orðræðu geðsjúkra og dregur af þeim rannsókn- um sínum ályktanir um að hinn vestræni maður hafi snúið sér að ástinni þegar trúin brást.4 Kristeva segir þetta vera meginástæðu óhamingju nútíma- mannsins og einsemdar hans. Guð brást og ástin hefur líka brugðist nútíma- manninum. Hann hefur reynt að trúa á hana — gera hana að trúarbrögðum — gert til hennar yfirnáttúrulegar kröfur. En jafnframt hefur firring nútíma- mannsins leitt til þess að hann á í erfiðleikum með að gefa sig á vald tilfinningum sínum, gefast annarri persónu. Hann þjáist af ástleysi. Hann þjáist vegna þess að hann getur ekki yfirstigið sjálf sitt og sjálfselsku. Goðsag- an um Narcissus liggur sem rauður þráður gegnum bók Kristevu. Það er mikil ógæfa fólgin í því að geta aðeins elskað sjálfan sig. Nútímamaðurinn þjáist líka vegna þess að hann vill gera hinn elskaða / hina elskuðu að viðfangi sem hann getur dáð og dýrkað, líkt og áður var hægt að dá og dýrka Guð. Slíkum kröfum rísa fáar mannlegar verur undir og því næst ekki samband sem hægt er að byggja á. Fólk fær ekki ástarþörfinni fullnægt, ekki frekar en trúarþörfinni. Tómið sem myndast vegna skorts á ást og trú í lífi nútíma- mannsins lýsir sér í djúpri einmanakennd, þunglyndi, eirðarleysi og framar 52 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.