Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 61
Soffía Auður Birgisdóttir Karl á gægjum og kona til sýnis Ást og ástleysi í Ódysseifi eftir James Joyce Tileinkað Sigurði A. Magnússyni með þökk fyrir það frábæra þrekvirki sem hann hefur unnið með þýðingu sinni á Ódysseifi. Margar leiðir liggja inn í þessa sögu og auðvelt er að villast í völundarhúsi hennar sem geymir ótal ranghala í allar áttir. í þessari stuttu grein ætla ég að grípa einn þráð og rekja mig eftir honum og sjá hvert það leiðir mig. I Margir fræðimenn eru sammála um að ef hægt er að tala um einhvern boðskap í skáldsögunni Ódysseifi eftir James Joyce, þá væri einna helst hægt að tala um að verkið reyndi að miðla ást og samkennd milli manna. Richard Ellmann segir hægt að lesa út úr verkinu þá skoðun að við tilheyrum öll sömu heild og sama anda, og í bókinni Ulysses on the Liffey segir hann ástina vera það viðfangsefni sem liggi til grundvallar verkinu öllu.1 Annar banda- rískur fræðimaður, Thomas J. Rice, segir það vera kenningu Joyce að frelsun mannsins sé fólgin í þeim möguleika hans að yfirstíga sjálf sitt (og sjálfselsku sína) og sýna meðbræðrum sínum — og systrum — meðaumkun, samúð og ást.2 Það er nokkuð Ijóst að ástin er eitt þeirra viðfangsefha sem Joyce eru hugleiknust í Ódysseifi. Þetta efhi er hins vegar sett fram á afar athyglisverðan hátt í verldnu því Joyce sýnir okkur ástina ætíð með neikvæðum formerkjum. Stephen þráir orðið „sem allir menn þekkja“ (bls. 196)3 og orðið — ást — er það orð eða hugtak sem Joyce vinnur meira með en nokkurt annað einstakt orð tungumálsins í þessu verki; hann sýnir olckur margar myndir ástarinnar, margar afmyndanir ástarinnar — en aldrei hina einu sönnu. Þetta tóm, þessi fjarvera sannrar ástar í Ódysseifi bergmálar annað tóm, aðra fjarveru í verkinu, það er fjarveru trúarinnar. Trúin og ástin eru þau tvö viðfangsefni sem einna auðveldast er að greina í flóknu frásagnarmynstri þessarar mögnuðu skáldsögu. Einnig mætti segja (með vísun til Bakhtins) TMM 1994:1 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.