Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 112
að það séu fá bókmenntaverk sem eitt- hvað er spunnið í þar sem ástin er ekki eitt af meginviðfangsefnum með einum eða öðrum hætti. Virðist seint ætla að verða lát á þeirri umfjöllun, enda síst ástæða til. Aðalpersónur þessarar sögu eru Haukur og Inga. Hann er að verða þrí- tugur, kennari í unglingaskóla, giftur tveggja telpna faðir. Hún, á svipuðum aldri, nýlega fráskilin, barnlaus í sam- búð með Garðari, skáldi sem ekki kemur frá sér neinum verkum. Kona hans er Sigrún, vel upp alin og af góðum ættum þar sem ættarfylgjan hefur öðru ff emur verið sú að allt sé í lagi á meðan allt sé í röð og reglu á yfirborð- inu. Það sem ekki sést er ekki til og það sem ekki er sagt er ekki heldur til. Með þessa innrætingu úr uppeldinu kemur hún í hjónabandið og gerir allt óaðfmn- anlega og heldur öllu hreinu og fínu, í stakri röð og reglu. En þessi innræting hefur líka gert hana tilfinningasljóa, öll hennar orka fer í röðina og regluna. Af þessu leiðir að tilfmningasam- band þeirra nær ekkert að þroskast og er komið í algerar ógöngur þegar sagan hefst. Haukur er ekki síður brotinn til- finingalega, átti æsku sem hann á full- orðinsárum hefur helst viljað gleyma og ekki ræktað þau tilfinningatengsl sem hann þó átti. Hann er því síður en svo búinn til þess að takast á við þá stöðu sem hjónaband hans er komið í. Hann flýr út í hið klassíska fen drykkjuskapar og framhjáhalds. Hún giftist ung verkfræðingi en hafði áður verið í Myndlistarskólanum, en lent upp á kant við aðalkennarann og lagt alla listsköpun endanlega á hilluna, svo gjörsamlega að eiginmaður hennar vissi ekki um nám hennar fyrr en þau höfðu verið gift í nokkur ár. Hún skilur við manninn eftir að hafa misst langt meðgengið barn og upp úr því orðið óbyrja. Hún hefur grafið djúpt í sálar- djúpunum bæði þrána til að eignast barn og þrána til þess að mála. En vegna kynna við sérkennilegt fólk sem verður aldavinir hennar leysist seinni þráin úr læðingi og hún slítur sambandinu við Garðar. I þessari stöðu er hún þegar kynni takast með henni og Hauki. Eins og sjá má af þessari rakningu, sem auðvitað er mikil einföldun, er það síður en svo að líf þessara persóna og tilfinningar séu í einhverjum sléttum og felldum farvegi. Framvinda sögunnar verður heldur alls ekki til þess að ein- falda málið. Því þurfa þau bæði að takast af alvöru á við tilfinningar sínar og glíma við þá spurningu hvers konar lífi þau vilja lifa. Og svarið er langt frá því að vera einfalt. Á þessu dæmi eru engar patentlausnir til. Ástin er flókin og það er lífið líka. Annað fólk í Hengifluginu er mjög fjölbreytt per- sónusafh sem opnar margbreytilega sýn á mannlífið og samfélagið. Eftirminni- legust eru hjónin Rúnar og Una sem verða örlagavaldar í lífi Ingu, en eiga sér tragísk örlög sem þeim hefur þó tekist að vinna úr tilveru sem virðist í jafnvægi, en bara virðist. Foreldrar Sigrúnar, einkum móðir hennar, eru dregnir skýrum línum og mynda ásamt ömmu hennar í sveitinni baksvið sem gerir hennar örlög skiljan- legri. Einnig má nefha tO sögunnar föð- ursystur Hauks og mann hennar, trillukarl sem hvergi unir sér nema á sjó. Haukur rær stundum með honum og gerist einn eftirminnilegasti kafli bókar- innar einmitt í róðri hjá þeim. Þeir lenda í brjáluðu fiskiríi undir Jökli og Haukur uppgötvar þá í sér tilfinningar sem hann vissi ekki að hann ætti til. Mögulegt upphaf að uppgjöri hans við sjálfan sig. 102 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.