Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 66
lætur aðrar konur fá það óþvegið; hún kallar þær gamlar geitur, piparkerl- ingar, hórur, skækjur, tæfur og öðrum ónefnum. Mollý kallaði þjónustu- stúlkuna Mary skækju og tæfu og rak hana úr vistinni af því hún var ung og Bloom þótti gaman að glápa á hana. I hennar stað réð Mollý gamla ráðskonu sem reyndist óhæf til verka vegna elli svo Mollý varð að vinna húsverkin sjálf — en hún var alla vega engin ógnun í samkeppninni um augnaráðið. Sýniþörf Mollýjar er einnig lýst í því hvernig hún klæðir sig og málar sig gagngert til að ná athygli karlmanna. Hún harmar lítið úrval í fataskáp sínum og hinn dofnandi æskublóma sinn. En hún huggar sig við tilhugsunina um allar þær konur sem hefur tekist að halda fegurð sinni og aðdráttarafli fram yfir miðjan aldur. Mollý vill sýna sig og notar óspart til þess mjög flegnakjóla. En það sem hún sýnir er bara yfirborð og hún virðist ekki gera greinarmun á yfirborði og því sem innra býr. Því verður Mollý táknmynd yfirborðsins, táknmynd líkamans í sögunni. James Joyce ætlaði henni að vera slíkt tákn eins og sjá má af því hvernig hann lýsir einræðu Mollýjar, lokakaflanum, í bréfi: ... it begins and ends with the female word Yes .. It turns like the huge earthball slowly surely and evenly round and round spinning. Its four cardinal points being the female breasts, arse, womb and ... expressed by the words because, bottom ... woman, yes“.8 Betur verður varla sýnt fram á hlutverk Mollýjar sem kynferðislegs þolanda í sögunni, þar sem jáyrði hennar tjáir sjálft kynfæri hennar; sköp konunnar segja já — þau vilja það: Já. Með persónu/lýsingu Mollýjar, gjörðum hennar og orðum í skáldsögunni sýnir Joyce oJckur (meðvitað eða ekki) að það getur elcki verið um nein sönn samskipti kynjanna að ræða (sönn ást getur ekki blómstrað) á meðan konur lúta sýniþörf og skilgreina sjálfar sig útfrá fallísku augnaráði karlmanna og karlmenn skipa sjálfum sér í hlutverk gláparans og konum í hlutverk þolandans. V Að lokum er gaman að velta því fýrir sér að samkvæmt einu vinnuplagginu sem Joyce notaði þegar hann var að semja Ódysseif (Lianti scheme), þá á Leopold Bloom að minna á Orfeus sem reynir að vinna Evridís sína til baka frá Helju. Með það í huga er vert að minnast þess að þraut Orfeusar fólst í því að hann mátti undir engum kringumstæðum líta til baka á Evridísi, hann mátti ekki glápa á hana á leiðinni frá Helju (hvað sem hún kallaði á hann, kvartaði og kveinaði undan því að hann veitti henni enga athygli), þá myndi hann missa hana að eilífu. Yfirfært á Bloom getum við túlkað þetta á tvennan 56 TMM 1994:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.