Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 30
heldur eitthvað allt annað, eitthvað sem engan grunaði i upphafi. Og niður-
staðan verður allt önnur en sú sem maður átti von á. Svona er þetta í
hugvísindum og ég geri ráð fyrir að þetta sé alveg eins í raunvísindunum.
Það er þessi leitandi og skapandi þáttur sem vísindi og listir eiga sameigin-
legan, sem mörgum veitist erfitt að skilja, ekki síst stjórnmálamönnum.
Krafan um skilvirkar rannsóknir og ofurskipulagning á vísindalegu starfi
bitnar fyrst af öllu á sköpuninni, þeirri forvitni og leit sem er forsenda
róttækra nýjunga. Það getur verið algjör tilviljun sem leiðir til þeirra.
— Nú er ég freudisti og trúi ekki á tilviljanir.
— Einmitt það! Ég er aftur á móti höll undir existensíalisma og þó að hið
frjálsa val mannsins sé þar yfirskipað held ég að samhengið í lífi okkar sé ef
til vill tilbúningur, eitthvað sem búið er til eftir á.
— En það eru ákveðin rök í því hvernig persóna muni spila úr þeim
spilum sem henni eru gefin, úr þeim forsendum sem liggja henni til grund-
vallar.
— Já, en þessar forsendur geta breyst — snögglega. Ertu viss um að hin
röklega þróun og samhengi í persónunni séu ekki hjá þér sjálfri?
— Kannski báðum.
— Það er plagsiður hjá okkur Vesturlandabúum að sjá orsakasamhengi í
öllum sköpuðum hlutum. Af hverju orsakasamhengi? Af hverju ekki al-
heimssamhengi eins og er algengt í austurlandaheimspeki og var líka hluti
af vestrænni hugsun fyrr á öldum? En sú hugsun var bæld og vísað frá með
upplýsingunni á átjándu öld þar sem skynsemi mannsins átti að geta skilið
og skýrt allt — með hjálp orsakasamhengisins meðal annars.
Um trú
— í Hvatt að rúnum opnar þú fyrir dulhyggju sem byrjar að skjóta upp
kollinum í Hringsóli í trú Boggu á að maður hennar sé hjá henni effir
dauðann. Þegar ég tala um dulhyggju er ég til dæmis að hugsa um draugatrú
og drauginn Stefán.
— Hann er ekki draugur.
— Hvað er hann þá?
— Hann segist vera draugur en hann er bara persóna í bókinni eins og
hinar persónurnar og það stendur útþrykkilega í Hvatt að rúnum. Hann er
ekki meiri draugur en hinar persónurnar en kannski eru þær bara allar
draugar — mínir draugar. Nei, persónurnar í Hvatt að rúnum eru verk
Höfundarins, ekki endilega mín, heldur Höfundarins.
— Hvaða höfundur er það? „Höfundur alls sem er?“
— Þess vegna.
20
TMM 1994:1