Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 18
hann lifði, fiðluleikurinn virtist mér fremur vera nokkurs konar hug-
sjónastarf en lifibrauð, það hvarflaði að mér að þetta væri köllun, eða
kannski öllu fremur kall til íjöldans sem hópaðist við næsta búðar-
glugga til að horfa á fólk bak við gler sem var svo frítt og fjáð að það
hoppaði.
Hann var ekki betlari. Ég hafði séð slíkt fólk: ég hafði gengið fram
á ræfil með helgimyndir allt í kringum sig og kraup með höfuð hneigt
og útrétta hönd; á götuhornuin hér og hvar hafði ég séð sjálfa Mater
dolorosa sem grét með sofandi reifabarn í fanginu og fyrir framan var
baukur. Ég hafði séð ungan mann sem hallaðist aftur til hægri og
horfði með augum Þess Yfirgefha til himins og spennti sofandi dreng
örmum meðan annar drengur lá á vinstri hliðinni — fyrir framan var
baukur. Ég hafði séð beiningamenn sem stauluðust milli borða með
útrétta hönd og formælingar reiðubúnar á vörum; öxl mín hafði verið
snert laust af hassmöngurum og hungurvofum, portkonum og
hryggðarmyndum, handlama, fótlama, örkumla og örvasa, þeim
þjáðu og smáðu og ég hafði hrist hana, ósnortinn. Vanfærar tötrug-
hypjur höfðu hvæst um leið og ég gekk hjá þeim: fúkki fúkki, og vildu
vekja mér girnd. Ég hafði hlustað mig hálfæran á harmonikkuleikara
sem stóð fattur og hreyfingarlaus með stór augu sem virtust úr gleri
bak við þykk gleraugu og lét sömu níu nóturnar staulast upp og niður
fúinn tónstigann tímunum saman — fyrir framan var baukur; ég
hafði horft á blindan lottósala standa með gapandi munn og rang-
hvolfa í sér augunum og snúa puttunum í sífellu eins og hann handléki
enn hvíta stafinn sem hann var með í gær, sem hann týndi einhvers
staðar í gær, sem hann týndi einhvers staðar fyrir tíu árum. Ég hafði
lengi staðið og horft á agnarlitla og kengbogna konu standa límda upp
við vegg og rýna með erfiðismunum í veggspjald eins og öllu varðaði
fyrir hana að ráða þá gátu sem stafirnir geymdu, eins og allt hennar
líf kynni að velta á því, eins og þar jafnvel væri hjálpræði að finna; og
þótt ég hefði getað gengið að henni og sagt henni að stafirnir mynduðu
orðin the Rolling Stones hefði ég aldrei getað útskýrt fyrir henni hvað
þeir merktu, vegna þess að það kom henni svo óendanlega ekkert við.
Allar þessar listrænu kyrrstöðumyndir höfðu aldrei orkað á mig
fremur en áþekkir skúlptúrar sem ég hafði séð á söfnum. Ég hafði
aldrei sogast inn í þessa tælandi friðsæld, aldrei langað til að líkna
þessu fólki með smámynt þótt mig grunaði að tilfinningin sem það
8
TMM 1994:1