Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 08.08.2015, Qupperneq 16
8. ágúst 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 L jóst er að víðtæk samstaða ríkir meðal stjórnmála- manna um viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu. Utanríkismálanefnd ályktaði samhljóða nú í vikunni að þvingunum skyldi haldið áfram þrátt fyrir hótanir Rússa um að gjalda líku líkt með innflutningsbanni á íslenskar sjávarafurðir. Ástandið í Úkraínu er flóknara en svo að skýra megi með einföldum hætti. Í grófum dráttum er staðreyndin þó sú að Rússar hafa gengið fram af hörku, og brotið gróflega gegn full- veldi nágranna sinna í Úkraínu. Innlimun Pútíns og kóna hans á Krímskaga er fordæmalaust frá falli járntjaldsins og minnir um margt á aðgerðir Þjóðverja á fjórða áratug síðustu aldar. Þá, líkt og nú, var réttlætingin sú að íbúar hinna innlimuðu svæða tilheyrðu í raun innrás- araflinu í menningarlegu tilliti. Vel kann að vera að sannleiks- korn leynist í því. En siðuð ríki endurteikna ekki landamæri með hervaldi. Sporin hræða í þeim efnum. Flest bendir til þess að afstaða utanríkisráðherra og utan- ríkismálanefndar í málinu sé vel ígrunduð. Ráðherrann var snöggur til að fordæma ódæði aðskilnaðarsinna síðasta sumar þegar þeir grönduðu farþegaflugvél yfir Úkraínu. Hann hefur heimsótt landið og gert tilraun til að kynna sér ástandið af eigin raun. Ísland á sögulega samleið með NATO og Evrópu- sambandinu, en hvað sem öðru líður er varla umdeilt að sambandið hefur verið afl í þágu friðar í álfunni. Ráðherrann virðist því byggja afstöðu sína bæði á eigin athugunum og með tilliti til sögunnar. Það er góð blanda. Ekki má þó loka augunum fyrir því að ákvörðun sem þessi verður alltaf umdeild. Nauðsynlegt er að sýna útgerð og sjó- mönnum skilning. Það er súrt í broti að hafa lagt í fjárfestingar í fiskiflota, tækjum, viðskiptasamböndum og öðru til þess eins að láta kippa undan sér fótunum á augabragði. Það er umhugsunarefni, eins og utanríkisráðherra nefnir, hvort ekki er ástæða til að bæta skaðann með einhverjum hætti. Við- skiptabannið er almenn aðgerð sem bitnar í þessu tilfelli fyrst og fremst á útgerð, sjómönnum og fiskvinnslu, sem hafa fullan rétt á að kveinka sér. Viðskiptahagsmunir eru einn hornsteinninn í utanríkisstefnu fullvalda ríkis. Þar er mikilvægt að horfa á allar hliðar máls. Fólk getur verið fylgjandi hugmyndinni um hvalveiðar, en mót- fallið veiðunum sjálfum. Þar víki rétturinn til að veiða hval með tapi, sem þar að auki skaðar orðspor Íslands, fyrir ávinn- ingi á alþjóðavettvangi við að segja skilið við veiðarnar. Þannig verði minni hagsmunum fórnað fyrir meiri. Stundum er ekki hægt að setja hlutina upp í Excel-skjal. Íslandi er fyrir bestu að taka afstöðu með bandamönnum sínum gegn ágangi Rússa. Það er hagur smáríkja að alþjóðasamn- ingar og reglur í samskiptum þjóða haldi. Það er tryggasta vörn gegn yfirgangi þess stóra. En á þeirri vegferð skal gæta þess að enginn lendi á köldum klaka að ósekju. Á því virðist skilningur hjá utanríkisráðherra. MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég hef átt reiðhjól meirihluta ævinnar. Eins og flestir aðrir þá hjólaði ég mikið sem krakki en eftir að ég fékk bílpróf þá lagði ég hjólið til hliðar. Ég byrjaði svo aftur að hjóla á full- orðinsárum. Ástæðan var fyrst og fremst fjárhagsleg. Þetta var rétt fyrir síðustu aldamót. Ég bjó þá í Grafarvogi en var að vinna á Flóka- götu. Ég átti þá fjóra krakka á skóla- aldri. Ég var búinn að kaupa og eiga margar ömurlegar bíldruslur. Eftir því sem krökkunum fjölgaði þurfti ég stærri, og um leið, dýrari bíla. Ég hafði ekki efni á öðrum bíl eða að keyra fram og til baka milli heim- ilis og vinnu. Strætisvagnasamgöng- ur voru stopular og óhentugar. Ég ákvað því að hjóla. Í heilt ár hjólaði ég úr Húsahverfinu fimm sinnum í viku og niður í bæ og svo aftur heim á kvöldin. Þetta var líkam- lega erfitt til að byrja með en svo vandist ég því. Ég fór að fara allra minna ferða á hjólinu. Ég hjólaði á fundi og í bæinn. Ég fór meira að segja og keypti í mat- inn og hjólaði með það heim í tösk- um. Ég hríðgrenntist og hef líklega sjaldan eða aldrei verið í jafn góðu líkamlegu formi. Ég sparaði pen- inga og stundaði heilsusamlegt líf- erni. Þetta var fullkomið að öllu leyti nema einu: Það var stórhættu- legt að fara á reiðhjóli um Reykja- vík. Það voru engir reiðhjólastígar og maður var yfirleitt tilneyddur að hjóla á umferðargötum. Ég var oft í stórhættu, sérstaklega á Miklu- brautinni. Ég var hluti af umhverfi sem gerði ekki ráð fyrir fólki eins og mér. Ég lenti oft í smáóhöppum en sem betur fer bara einu alvarlegu slysi. Það var þegar ökumaður ákvað að beygja þvert í veg fyrir mig án þess að gefa stefnuljós. Ég skall á bílnum, flaug yfir hann og í götuna. Ég var með hjálm. En hann bjargaði ekki höndunum á mér eða fótunum. Dýri hjólajakkinn minn var ónýtur. Ég var hruflaður og marinn og var frá vinnu í nokkra daga. En ég gat sjálfum mér um kennt. Hvað var ég eiginlega að pæla, að vera hjólandi í Reykjavík? Af hverju gat ég ekki bara fengið mér annan bíl eins og allt venjulegt fólk? Reiðhjólaraunir Eftir á að hyggja þá hefði ég líklega átt að klæðast hlífðar fatnaði eins og þeir sem keppa á torfærumótorhjól- um. En á móti þá hefði þetta lík- lega aldrei gerst ef ég hefði búið í borg þar sem ökumenn sýna hjól- reiðafólki tillitssemi og virðingu. Þetta hefði líklega ekki gerst ef bílstjórinn hefði gefið stefnuljós. En þannig er Reykjavík. Íbúun- um er haldið í helgreipum einka- bílsins. Þeir eru háðir honum. Það er gott mál fyrir þá sem selja bíla og bensín en kostnaður fyrir þá sem þurfa að nota bíla. Bílar eru dýrir og það er dýrt að reka þá. Þeir taka mikið pláss, menga og valda slysahættu. Að sitja mikið í bíl veldur offitu. En við erum góðu vön. Það eru engin takmörk fyrir því hvað við erum til í að keyra stuttar vega- lengdir eða í fáránlegum erinda- gjörðum. Við keyrum í sund og líkamsrækt og skutlum krökkun- um í íþróttir. Það er svo sjálfsagt og eðlilegt að keyra að við pælum ekki einu sinni í því hvað það er hættulegt. Ég velti því til dæmis oft fyrir mér hvað þurfi eiginlega að gerast svo fólk hætti að keyra og skoða símann sinn á meðan. Meðvituð breikkun á rassgati Samgöngur eru eins og skór. Flestir eiga góða skó sem þeir nota dagsdaglega en svo spariskó sem þeir nota sjaldnar. Spariskórnir eru flottari en þess- ir venjulegu en líka dýrari. Sam- göngumenning okkar hefur verið á algjörum villigötum. Hún er hagkvæm fyrir fáa en óhagkvæm fyrir flesta. Við erum eins og fólk sem vinnur í garðinum sínum á blankskóm og gengur á Esjuna í háum hælum. Þetta er svo mikið rugl að það nær engri átt. Og að halda því fram að þeir sem mót- mæla þessu rugli séu óvinveittir bílum er alrangt. Það er eins og að segja að þeir sem ganga um í þægilegum götuskóm geri það vegna þess að þeir hata spariskó. En sem betur fer er þetta að breytast. Fleiri og fleiri sjá kosti þess að hjóla frekar en keyra, því það er bæði ódýrara og heilsusam- legra. Reykjavík, eins og flestar aðrar borgir, keppist við að leggja hjólreiðastíga til að mæta þessari þróun. Bíla- og bensínsalar hafa eðlilega af þessu áhyggjur. Þeir græða ekkert á reiðhjólum. Þeir eru því óþreytandi í að benda okkur á hvað þetta sé hættulegt. Þar er hjálmanotkun sívinsælt áhyggjuefni. Samt er það svo að í flestum borgum þar sem hjól- reiðar eru viðurkenndur og sjálf- sagður samgöngumáti sjást fáir með hjálm. Kaupmannahöfn er gott dæmi. Ég er einn af þeim sem vilja geta hjólað um borgina án þess að vera í lífshættu vegna fólks sem gefur ekki stefnuljós eða er að senda SMS á meðan það keyrir. Það þarf að breytast. Ég hjóla ekki með hjálm. Á Esjunni í 10 sentimetra hælum Góðar aðgerðir – gildar kvartanir PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON Á FIMMTUDAGINN Í NÝJU HÖLLINNI #KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL MIÐASALA Á TIX.IS SÍÐUSTU FORVÖÐ! 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A D -E C 7 0 1 5 A D -E B 3 4 1 5 A D -E 9 F 8 1 5 A D -E 8 B C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 2 8 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.