Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 14
tungumálið og það myndræna í þessu sambandi því mig langaði í undirheim tungumálsins og inn í handanheima myndanna og í bókinni má sjá afrakstur margra mismunandi pælinga í þessar áttir. Ég var aðeins byrjaður að velta þessu fyrir mér í Hlýju skugganna þótt ég væri ekki enn farinn að vinna úr því þar. Nú er að vísu ekkert sem segir að það verði að taka þessi skref og þróa módernismann áfram eða leiða hann fram og út af hengifluginu og steypa honum ofan í póst-módernismann. En það mætti sjálfsagt alveg eins ákæra mig fyrir svoleiðis hryðjuverk. Bækurnar sem komu á undan Án jjaðra byggjast á þveröfugri stefnu í hugsun. I stað þess að horfa utan frá er nú horft að innan og út. Þessi nýi háttur á ljóðunum byggist á því að hugmyndum, táknum og hrynjandi er þjappað saman í kjarna sem er sjónarhóll lesandans. Þetta er sem sagt kenningin. Það er best að fara þangað á skynsviðinu því yfirborðið líkist margklofinni spegilmynd og þess vegna hafa líklega svo margir pirrað sig yfír þessu og fundist þeir tapa áttum við að stara þangað niður því myndirnar sýndust skældar og tvístraðar. Sé hins vegar horft út frá kjarnanum taka tengslin að spinna sína þræði og nýjar myndir og merkingar verða til. Þetta er líklega einfaldasta líkanið af hugmyndinni sem lá að baki bókinni og nærri lagi, þó ég sé reyndar farinn að gleyma þessu í smáatriðum og margt annað hafi komið þarna við sögu. Að sjálfsögðu er þetta alveg öfugt við meginreglu prósaskáldskapar sem felst í því að láta formið halda utan um efnið hvort sem það er míkró- eða makrókosmískt þannig að það verður að einskonar grind eða girðingu. Hugmyndin um kjarnann byggir á smámynd af míkró- kosmos og að allt skil- greinist út frá kjarnan- um. Ef svona kjarni er flysjaður niður í grein- ingarskyni reynist hann eins og laukur að því leyti að innst er enginn kjarni, bara síðasta lag- ið. Hluturinn sem átti að rannsaka er þá ekki aðeins horfinn heldur hefur merkingu hans verið sundrað og eftir liggur tómt flus, efni- Allur hinn ytri sýnilegi heimur með öllum sínum skepnum er mynd hins innri andlega heims. Allt sem býr innra og er hluti af mættinum á sér sitt ytra eðli. Rétt eins og andi hverrar skepnu opinberar fæðingarmót sitt í gegnum líkamann, þannig opin- berast einnig það eilífa í hlutheiminum. Eðli allrar skepnu er starfandi máttur, því ríki hins eilífa býr í mættinum og af þeim sökum er hinn ytri heimur einnig orðinn til af þeim mætti. Orðið hefur opin- berast fýrir tilstilli hreyfmgar í ytri heiminum því það er sýnileg líking. Líkt og hin andlega skepna verður það fyrst skiljanlegt í sinni líkamlegu mynd. Þrá hinnar innri myndar stefnir út og því býr það innra í því ytra. Það innra heldur því ytra fyrir framan sig líkt og spegli. Jakob Böhme: „De signatura rerum oder von der Geburt und BezeichnungallerWesen (1622).“ Samt- liche Schriftert 14-16. Eftirprentun útgáfunnar frá 1730. Stuttgart 1957, bls. 96-97. 12 TMM 1996:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.