Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 18
svona er þetta oft með alræðisöflin, eftirá skilur enginn hvers vegna í ósköpunum viðkomandi þjóð gat liðið þetta án þess að bregðast við með byltingu. í öðru lagi líst mér ekki vel á þessa þróun í átt að borgríkinu. Ég er hræddur um að við séum að tapa þeirri þjóðríkisfjölbreytni í mannlífi sem þrátt fyrir allt hefur verið hér á landi alla þessa öld. Það myndaðist undarlegt nokk ekkert tómarúm þó bændamenningin gamla dæi jafn fljótt og kyrfilega og hver önnur steinaldarmenning í þriðja heiminum, án þess að neitt sprytti upp af henni. Það tók annað við, og því fylgdi fjölbreytt mannlíf. Nú er hins vegar uggvænleg þróun að gerast með hraði. Kreppan sem búið er að samningsbinda í sveitunum er til dæmis að brjóta niður bændur. Þetta fólk sem til skamms tíma var bara helvíti gott með sig, þurfti ekkert að láta segja sér hlutina er upp til hópa farið að fíla sig eins og ómaga og tala eins og DV. í þorpunum er stefnan að hagræða öllu í drep. Hvernig halda menn að mannlífið yrði þar ef LÍÚ tækist að drepa alla smáútgerð endanlega þannig að eftir stæði eitt útvegsfyrirtæki per þorp. Þar með væri horfin heil stétt manna og hafnirnar yrðu ekki þær miðstöðvar sem þær hafa verið. Ég er hræddur um að mörgum myndi bregða við að sjá ekkert líf þar lengur nema helst þegar þessir tuttugu og fimm bílar renna sem snöggvast niður á bryggju að sækja frystitogaraáhöfnina. Þetta eru svona dæmi. Mér finnst sem sagt að við stefnum að aukinni einsleitni þegar okkur liggur á að auka fjölbreytni. Ég hef enga trú á að það blómstri öflug borgríkismenning í Reykjavík án þess að hún eigi öflugt bakland. Án þess er ég hræddur um að hún verði eins og hver önnur smáborg, lítið annað en spegill þess sem að henni berst.“ En eruþessi viðhorfekki afturför tilþeirrar bcendamenningarupphafningar sem ákveðinn hópurskálda ogmenntamanna barðistgegn á millistríðsárunum með Halldór Laxness fremstan í flokki sem fulltrúa þeirra afla sem vildu iðn- og borgarvæða landið? Halldór leitjú svo á að hlutverk skálda og listamanna væri að skapa nýja menningu fyrir hið nýja þéttbýlissamfélag en ekki að syrgja trillukarla og torfkofa. „í bjartsýni sinni fyrr á öldinni sáu menn fyrir sér allt aðra þróun en við höfum svo orðið vitni að. Það er ótrúlegt að sjá hvaða ítök rithöfundar höfðu í samfélögum Evrópu á fyrri hluta aldarinnar. Stefan Zweig segir reyndar að þessi áhrif hafi horfið í þýskumælandi löndum upp úr fyrra stríði en hér á íslandi fara þau ekki að þverra fyrr en upp úr seinni heimsstyrjöld. Það var fullkomlega raunhæff fyrir Halldóri að stór rithöfundur gæti haft gríðarlegt vægi í menningarlegum efnum en það er alveg horfið núna, öll stéttin hefur ekki viðlíka áhrif og einn maður áður. Þetta hefði Halldóri örugglega þótt 16 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.