Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 21
gömul og þvæld hugmynd en það gerir ekkert til enda endurspeglar hún hve allt er gamalt og þvælt í heimi bókarinnar." Þetta er enda póst-módernísk Ijóðabók í besta skilningiþéss orðs. Yfirþyrmandi merkja-, hugmynda- og táknasafn sem steypistyfir lesandann. „Auðvitað er það ekki tilviljun að þessar hugmyndir birtast á slíkan máta. Þetta er það sem liggur í tímanum. Þetta er persónuleg og tilfinningaleg skrásetning á landslagi nútímans. Því er það svo að þegar nostalgísk formerki eru á hlutunum þá er það alltaf á trivíalplaninu. Þeir félagar hafa ekki burði í að syrgja neitt stórt. Söknuðurinn er eftir gömlu og úreltu, D-hliðum á gömlum dobbúlalbúmum, lögum sem enginn hlustar á lengur og slíku. Heimurinn er orðinn að grafhýsi og bókin er líka sjálf myndlíking þess. Undir hvelfmgu grafhýsisins eru allar hugmyndir sneiddar úr samhengi sínu, ósögulegar og þær raðast aftur saman af hendingunni sem aðeins hefur eitthvað lauslega að gera með persónulegt val. Birtingarmynd upplausnar- innar er lík rotnunarferlinu. Sköpunarmáttur þeirra félaga dugir ekki nema mjög takmarkað á þennan uppleysta heim og það sem mestu varðar er yfirleitt týnt. Allt er tiltækt en kemur fyrir lítið. í því liggur blúsinn. Þau tengsl sem ættu að gefa hlutun- urn gildi eru ýmist horfin eða hafa glatað merkingu sinni. Þess vegna er eðli- legt að allt rekist á hvers annars horn í þessari bók. Skammhlaupstenging- arnar úr Án faðra eru kannski ekki áberandi en áttu þó að binda bálkinn saman. Kannski virkar hann þó losaralegur og skýringin er sú að þetta var lengst af alger formleysa sem ýmist óx eða var skor- in niður — efniviðurinn sem fór inn og út yrði sam- tals nálægt 1100 síður ef allt væri talið. Ég var alltaf að velja úr elimentum til Til er mynd eftir Klee sem ber nafnið Angelus Novus. Þar gefur að líta starandi engil sem virðist búa sig undir að hörfa í burtu frá einhverju sem ekki sést á myndinni. Augu hans standa á stilkum, munnur hans er opinn og vængirnir útbreiddir. Þannig hlýtur engill sögunnar að líta út. Hann snýr andlitinu að fortíðinni. Þar sem við sjáum óslitna röð atburða sér hann samfelldar hamfarir þar sem rústir hlaðast án afláts á rústir ofan og hrynja að lokum að fótum hans. Víst vill hann nema staðar og vekja upp þá dauðu, skeyta það saman sem sundrað hefur verið. En úr Paradís stendur stormur sem þenur út vængi hans og er svo kröftugur að engillinn getur ekki framar dreg- ið þá að sér. Þessi stormur feykir honum hvíldar- laust inn í framtíðina sem hann snýr í baki á meðan rústirnar hrúgast upp fyrir framan hann uns þær nema við himin. Þessi stormur er það sem við köllum framfarir. Walter Benjamin: „Um söguhugtakið“, Gesammel- te Schriften 1:2. Frankfurt a. M. 1974, bls. 697-98. TMM 1996:4 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.