Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 25
hluti bókmenntanna hefur aldrei verið almennings nema í fáeinum undan- tekningartilfellum. Þetta er bara einhver tuttugustualdarruglingur út frá sósíalískum hugmyndum, að úr því að hægt var að kenna öllum að lesa og koma þeim í gegnum grunnskóla þá sé hægt að fá alla til að fíla bókmenntir og þá fara menn í kjölfarið að segja að það eigi að skrifa út frá væntingum almennings. Þetta er auðvitað bara della. Níutíu og fimm eða níu prósentin vilja bara brauð og leiki, íþróttir og vídeó, sápu og slúður, jú og sitt daglega morð, þannig hefur það alltaf verið og ekkert að því. Það er hins vegar annað og reyndar háalvarlegt mál hvað afþreyingariðnaðurinn er slappur, hvað ótrúlega lítið atgervi virðist dragast að öllum þeim peningum sem hann veltir, eða kannski að það sé lítill áhugi fyrir atgervi og frjórri sköpun á þeim bæjum? Sem aftur mælir nú ekki með því að markaðslögmálin eigi að ráða hverjir eigi að fá að stunda listsköpun. Það er hins vegar engin ástæða til að fara á bömmer þó lesendahóparnir séu litlir. Ef farið er yfir menningarsög- una sést að það eru ekki nema nokkrar þúsundir eða tugir þúsunda sem í rauninni standa undir frjóseminni, hvort sem er í Aþenu til forna, renesans- inum á Ítalíu, í Rússlandi eða í París á 19. öld. Baudelaire og Rimbaud seldust í sömu upplögum meðan þeir lifðu og þekktari ljóðskáld á íslandi gera í dag.“ Einn afþeim straumum sem sett hafa mark sitt á fagurfrceði póst-módernism- ans eru einmitt tilraunir til að afnema þá siðferðilegu og fagurfrœðilegu mæli- kvarða sem þú notar til að leggja mat á afþreyingariðnaðinn. Þar með er ekki sagt að mælikvarðarnir séu endanlega þurrkaðir út, en óneitanlega er þarna spurningarmerki við forræði þeirrar hámenningar sem þú teflir fram gegn vitundariðnaðinum. „Ég held að það sé engin nauðsyn á því að flækja sig í rök hörðustu áhangenda slíkra kenninga. Það er nóg að staldra við og íhuga hvað skiptir í raun máli. Það nægir að beita þeim mælikvarða sem greinir á milli þeirra frásagna sem eitthvert bragð er að og hinna sem eru bragðlausar, hvort verið er að færa þér eitthvað sem þig varðar um og skiptir einhverju máli eða hjakka enn einu sinni í fari sem þú nauðaþekkir og er því í besta falli slævandi en í versta falli forheimskandi. Því miður byggist þorri afþreyingarefnisins á fátæklegum endurtekningum, á örfáum flötum formúlum sem í sjálfu sér ættu ekki að þurfa að ræna nokkurn mann svefni en mér ofbýður einhæfnin. Mér er sagt að nú fái menn tæpast styrki í íslenska bíómynd nema frásögn hennar þóknist formúlunum. íslenskur veruleiki hverfur þá og er flattur út til að þóknast frásagnarlögmáli og persónusköpun kvikmyndategunda eins og vestrans, spennumyndarinnar, gamanmyndarinnar, o.s.frv. Við sjáum okkar eigið líf matreitt eftir frásagnarlögmálum sem mynda engin raunveru- TMM 1996:4 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.