Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 32
Eysteinn Þorvaldsson Tveir menn: einn draumur Jóhann Jónsson í verkum Halldórs Laxness Skáldið Jóhann Jónsson fæddist fyrir hundrað árum, 12. september 1896. Hann var einn af æskuvinum Halldórs Laxness og Halldór hefur gert þeirri vináttu óvenju listræn skil í verkum sínum. Þeir kynntust fyrst og ræddu saman á ungmennafélagsskemmtum á Varmárbökkum sumarið 1920 og héldu vináttu meðan báðir lifðu.1 í formála að Kvæöum ogritgerðum Jóhanns 1952 segir Halldór: „Á Jóhanni Jónssyni höfðu vinir hans og félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka en á flestum mönnum er í þann tíma óxu upp; jafnskjótt og hann hafði borist suður híngað vestan virtist mörgum sem við hann kyntust að þeir hefði eigi áður vitað úngan svein fagna áskapaðri ljóðgáfu svo alskapaðri sem hann.“ Halldór vakti verðuga athygli á Jóhanni með útgáfu kvæða hans og hefur látið sér mjög annt um minningu þessa vinar síns, skrifað um hann og ljóð hans fjórar ritgerðir og auk þess segir hann margt frá honum í endurminn- ingabókum sínum. Strax eftir lát Jóhanns, hinn 1. september 1932, ritaði Halldór fyrstu endurminningarnar um hann, angurblíða, skáldlega frásögn af þeim vinunum tveimur, er þeir hittust í Leipzig þar sem Jóhann dvaldist síðustu æviárin. „Tveir menn: einn draumur. Tveir menn einn lofsaungur. Tveir eilífir menn“ stendur þar sem niðurstaða lífshrifningar þeirra og hugsjóna.2 En ritgerðir um Jóhann Jónsson og útgáfa á kvæðum hans eru ekki einu minjarnar um tengsl þessara fornu vina. í sögum Halldórs eru kvæði Jóhanns fólgin og meira að segja einnig svipur hans og raddblær, einkum í sögunum Heimsljós og Ungfrúin góða og húsið. í þeim er vísað til þriggja kvæða eftir Jóhann sem birtust í tímaritinu Vöku árið 1928 en þau eru: Söknuður (bls. 129), Ljóð (bl. 257) og Hvað er klukkan ... ? (bls. 258), og auk þess kvæðið Blítt lætur veröldin sem ort var 1916 og birtist í blaðinu Fréttum 1918.3 Hér er um ótvíræð textatengsl að ræða og eiga þau sinn þátt í þeim ljóðræna stíl sem einkennir sagnabálkinn um Ólaf Kárason Ljósvíking. Hér á eftir verða þessi tengsl rakin nolckru nánar. Ég stend í þakkarskuld við Eirík Jónsson fyrir margar ábendingar en hann hefur, sem kunnugt er, kannað ítarlegast aðföng og tengsl í verkum Halldórs Laxness.4 30 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.