Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 40
syndafall hans með fermingartelpunni hafi verið lífskallið í ángist dauðans,
og ennfremur:
Kallar lífið þig fullum rómi fyr en ángist dauðans hefur vitjað þín?“
(bls. 45)
En jafnframt því að tákna kaflaskil í ævi Ólafs Kárasonar gæti þessi spurning
falið í sér túlkun á kvæðinu Söknuði. í formála að Kvœðum og ritgerðum
Jóhanns lýsir Halldór Laxness kvæðinu og segir að það sé
ort í það mund er höfundur kveður líf sitt, helgað þeirri stundu
þegar ekki er framundan nema skuggsjón liðinnar ævi manns
spegluð í andartaki hans hinstu. (bls. 8-9)
Þessi ummæli um höfund kvæðisins gætu á sama hátt lýst hugarástandi Ólafs
á þeirri stundu er hann ber fram spurninguna um kall lífsins og angist
dauðans. Halldór notar þannig Söknuð til að marka örlagaskil í ævi Ólafs
Kárasonar og til að túlka þau á skáldlegan hátt.
Hljóð hausts og sjávar
Ætla má að orð og hugblær úr Söknuði Jóhanns ríki enn víðar í Heimsljósi,
a.m.k. er mörg fágæt orð kvæðisins að finna í sögunni. Meðal þeirra eru t.
d. orðin „hausthljóð“ og „sjávarhljóð" sem standa undir lok kvæðisins:
eitthvað, því líkt sem komið sé hausthljóð í vindinn,
eitthvað, því líkt sem syngi vor sálaða móðir
úr sjávarhljóðinu’ í fjarska [...]
Ólafur Kárason biður skáldkonuna Hólmfríði að sýna sér kvæðin sem hún
hefur ort en hún segist vera búin að brenna þeim. Framhald þessara dapur-
legu tíðinda er ljóðræn náttúrumynd sem hefst með þessum orðum:
Hausthljóð frá sjónum. Túnglið var aðeins örskamt undan, það
var hérna megin við fjallið [...] (Höll sumarlandsins, bls. 244)
Ólafur Kárason gerir misheppnaða tilraun til að fyrirfara sér þegar Vegmey
hefur yfirgefið hann. Hann kaupir svefnlyf og leggst fyrir í flæðarmálinu. En
líkaminn var íhaldssamur þótt sálin krefðist útþurrkunar og dauðinn vildi
ekki koma.
38
TMM 1996:4