Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 41
Loks fanst honum þó eins og hann heyrði óm af saunglist utan úr sjávarhljóðinu [...] (Höll sumarlandsins, bls. 328) Söknuður og önnur kvæði Jóhanns eru einkum ofin augljóslega í þessar tvær umræddu sögur, og e.t.v. mætti ætla að Halldór Laxness hefði þar með fundið Jóhanni og kvæðum hans endanlegan samastað í verkum sínum. En minnið um hinn glataða lit daganna má einnig sjá í Gerplu sem kom út 1952 — sama árið og Halldór gaf út Kvæði og ritgerðir Jóhanns. Eftir að Þórdís Kötludóttir hefur horfið frá íþróttamóti við Djúp þar sem Þormóður atti kappi við aðra unga menn, segir hann: Þarvar ein kona fyrir skömmu, en hún er farin [...] Ogþykir mér nú sem allur litur sé horfinn af þessum degi.“ (bls. 72) En einnig getur að líta kunnugleg en fágæt orð úr Söknuði í sögu sem er eldri en Heimsljós. í Sjálfstæðu fólki hefst 48. kaflinn með þessum orðum: Eyðileikinn er með sínum hætti engu síður en glaumurinn, marg- breytilegur og sögulegur hvar sem lífstóra krokir í heimi [. . .] (Sjálfstætt fólk. Hetjusaga 1935 II, bls. 74 ) Höfundur teflir hér saman andstæðunum „eyðileiki“ og „glaumur" (sem einnig eru í Söknuði) á sama hátt og „vík bak fjöllum“ og „sollinum og þysnum“ í Fegurð himinsins (sjá bls. 35 hér að framan). Fásinnið í afskekktri byggð verður enn dapurlegra en ella sé það borið saman við ys og þys borganna og börn heiðanna eru fjarri söng og dansi, „æði múgsins og glaumsins". Eyðileikinn er megineinkenni tilverunnar í Sumarhúsum. Hann er margbreytilegur og tilbrigði hans í lífi barnanna eru dauði móður og bróður og „eyðileiki nýrrar tegundar“ er brottför Bjarts til vinnu í kaup- staðnum. í Söknuði Jóhanns er þetta hugtak í beinu framhaldi af sjávarhljóð- inu: Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar?... Ó hvar?... Ásta Sóllilja er þrúguð af söknuði eftir að Bjartur fór og hún finnur enga huggun þótt hún spyrji ömmu gömlu margra spurninga. Þessi aðskilnaður og söknuður Ástu Sóllilju verður líka að þáttaskilum í lífi hennar; hún missir fótanna í eyðileik lífsins þegar Bjartur fer. TMM 1996:4 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.