Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 42
„haf í augum“ Víkur nú sögunni enn að Ólafi Kárasyni á unglingsaldri þar sem hann liggur rúmfastur í fásinninu á Fæti undir Fótarfæti. Hann þyrstir í bækur sem eru af skornum skammti á þeim bæ. En hann veit að Magnína heimasæta hefur Felsenborgarsögurnar undir höndum og mælist til þess að fá að komast í kynni við þær. Hún neitar, en: Samt kom hún með Felsenborgarsögurnar daginn eftir, um miðjan dag, þegar einginn var á pallinum. Eftirvæntingin í augum hans var eins og haf. (Ljós heimsins, bls. 48) Líkingin í síðustu málsgreininni — eftirvæntingunni líkt við haf— er óvænt og áhrifarík. En hún minnir jafnframt á aðra líkingu sem er í kvæði Jóhanns Jónssonar Blítt lætur veröldin og hefur einnig hafið sem myndlið — and- vökunni líkt við haf. í kvæðinu enda tvö síðustu erindin á orðunum: andvökunnar haf í augum þínum. Kvæðið birtist í Fréttum 16. desember 1918 eins og áður segir. Halldór hefúr sjálfur vitnað urn að hann hafi þekkt til kvæða Jóhanns, sem birtust í blöðum á menntaskólaárum hans, og lesið þau.12 framandi vitund Af framansögðu má ljóst vera að margt úr ljóðum Jóhanns Jónssonar bergmálar í sögum Halldórs Laxness. Um Söknuð Jóhanns segir Halldór: „Sjálft er kvæðið aðeins bergmál spurnarorðsins „hvar?““13 Þetta spurnarhróp er Halldóri sérlega hugstætt. Auk þess sem þegar er greint má minna á kvæði í 1. kafla FIúss skáldsins þar sem hið margendur- tekna stef „ó hvar“ kernur fyrir tvisvar. Kvæðið yrkir Halldór Laxness fyrir hönd Ólafs Kárasonar sem yrkir það fyrir hönd Jens Færeyings. Síðasta erindi þess hljóðar svo: Það var hér sem etasráð áður atti við skapanorn. Ó hvar er vörður að verja mitt veslíngs hjartakorn?14 Ástæðan fyrir augljósum vísunum í kvæði Jóhanns Jónssonar sem finna má í sögum Halldórs Laxness er án efa dálæti Halldórs á vini sínum Jóhanni 40 TMM 1996:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.