Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 52
ur og við vorum vanir að sitja þar á eftirmiðdögunum, létum þreytuna líða úr okkur og spjölluðum, iðulega fram að kvöldmat. Málarinn var tuttugu árum eldri en ég og um margt sérstæður persónuleiki. Mér þótti myndirnar hans góðar, hann málaði aðallega landslag, en það var ekki nema að litlu leyti sú náttúra sem blasir við fólki dags daglega, heldur sótti hann inn á afskekktar lendur hugans og þar voru einnig margvíslegar kynjaverur oft á vappi. Það var ómetanlegt að hafa félagsskap hans þarna í fásinninu, fyrir utan stundirnar í heita pottinum fórum við saman í gönguferðir á kvöldin þegar hvorugur okkar var í stuði til að vinna og stundum skröltum við á Lödunni hans til Þingvalla og renndum fyrir murtu í vatninu. Við ræddum þó aldrei um verk hvor annars. Hann var af þeim gamla skóla að þykja það nánast dónaskapur ef einhver talaði um myndirnar hans við hann, og þoldi sérstaklega illa ef honum var hælt upp í opið geðið. Hins vegar töluðum við mikið um listir almennt og hann veigraði sér síður en svo við að ræða verk annarra. Hann hafði verið langdvölum í Berlín og Flórens og París og New York og það var unun að heyra hann segja frá lífinu í þessum plássum, enda hafði hann næmt auga fyrir smáatriðum og því sammannlega í ólíkum kringum- stæðum. Ég dreif mig úr fötunum og undir sturtuna, síðan í sundbuxur og sandala án þess að þurrka mér; fleygði bara handklæði um öxl, opnaði tvo kalda pilsnera og rölti yfir að bústað málarans. Og það var frískandi að koma út undir bert loft eftir að hafa setið við tölvuna hátt í tíu tíma reykjandi eins og strompur. Veðrið líka fádæma gott, heiðblár himinn, andvari af fjöllum, ilmur úr kjarri og fullsprottnu grasi — svona fallegur sumardagur sem fær mann til að gleyma því alveg að maður er staddur á mörkum hins byggilega heims. Málarinn var þegar kominn oní og nuddprógrammið á hæstu stillingu. Vatnið ólgaði og bullaði, hvítgrá gufa lá yfir og vantaði bara súran brennisteinsfnykinn til að fullkomna þá blekkingarmynd að málarinn svamlaði í kraumandi goshver sem gæti þá og þegar skotið honum tuttugu þrjátíu metra upp í loftið! Og þú ert ekki einu sinni með fallhlíf! hrópaði ég og veifaði pilsner- flöskunum. Þetta kallar maður hugrekki! Málarinn heyrði bersýnilega ekki orð mín fyrir látunum í vatninu en brosti breitt þegar hann sá mig þarna á veröndinni fyrir ofan sig. 50 TMM 1996:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.