Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 57
Þóra S. Ingólfsdóttir Farmiði til helvítis Um ritskoðun í bandarískum kvikmyndum í Bandaríkjunum, landi hvíta tjaldsins og hinna stóru drauma, hefur kvik- myndaeftirlit verið við lýði í einhverri mynd allt frá upphafi kvikmynda- gerðar þar. í sögu þess hefur gengið á ýmsu og hefur hún einkennst af sveiflum öfganna á milli. I byrjun íjórða áratugarins tók þó út yfir allan þjófabálk þegar sett var á stofn afar strangt kvikmyndaeftirlit sem mótaði kvikmyndaframleiðslu landsins hátt í tvo áratugi eftir það. Nú virðast slíkar siðareglur í lágmarki og frelsið nær ótakmarkað, enda eru menn farnir að rísa upp í auknum mæli og krefjast nýrra reglugerða til að sporna gegn vaxandi ofbeldi og klámi á hvíta tjaldinu. í þessu greinarkorni verður stiklað á stóru yfir sögu kvikmyndaeftirlits í Bandaríkjunum. Stjörnurnar hneyksla Á þriðja og fjórða áratugnum ríkti töluverð ólga í bandarískri kvikmynda- gerð. Kvikmyndir sem framleiddar voru á þessum tíma höfðu yfirleitt kyn- ferðislegan undirtón, kynbombur spruttu upp eins og gorkúlur og hvert hneykslið rak annað í kvikmyndaheiminum. í kjölfarið upphófst mikil umræða um iðnaðinn og stjörnur samtímans. Má m.a. nefna morð á leik- stjóranum Willianr Desmond Taylor 1922 sem leikkonurnar Mary Miles Minter og Mabel Normand voru taldar viðriðnar; dauða Wallace Reids 1923 sem leiddi í ljós að hann hafði verið eiturlyfjafíkill og ákæru á grínistann Fatty Arbuckle 1921 sem var sakaður um að nauðga og myrða unga stúlku í villtu næturpartíi. í kjölfar slíkra hneykslismála fylltust margir vanþóknun sem beindist þó ekki fyrst og fremst að kvikmyndunum sjálfum heldur fólkinu sem að þeim stóð. Hleypti þetta titringi í iðnaðinn sem átti jafnvel yfir höfði sér alríkisrannsókn. Til að afstýra frekari vandræðum tóku kvik- myndaframleiðendur höndum saman og settu á stofn nefnd sem hafði með höndum að semja reglur sem kvikmyndaeftirlitið átti að hafa að leiðarljósi. Samdi hún reglugerð sem var að miklu leyti byggð á boðorðununr tíu í TMM 1996:4 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.