Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 58
Biblíunni. í upphafi gekk nokkuð brösuglega að fá menn til að lúta henni, en árið 1933 settu amerískir biskupar á stofn nefnd í samvinnu við bandarísk siðgæðissamtök sem ætlað var að þröngva kvikmyndaiðnaðinum til að virða reglugerðina. Söfnuðu þeir um ellefu milljónum undirskrifta sér í hag á tæpum tíu vikum. Kaþólikkar fóru í herferð og settu upp skilti sem á stóð „Aðgangur að ósiðlegri kvikmynd er farmiði til helvítis“ (An admission to an Indecent Movie is a ticket to hell).1 Án samþykkis kvikmyndaeftirlitsins gátu framleiðendur nú átt von á fordæmingu, viðskiptaþvingunum og allt að 25.000 dollara sekt. Þetta hafði þau áhrif að engin mikilvæg kvikmynd birtist á hvíta tjaldinu án samþykkis ritskoðara fyrr en um tveimur áratugum síðar. Með lokaðan munninn Reglugerð kvikmyndaeftirlitsins varð löng og ítarleg. Lögð var áhersla á að sporna við hverskyns kynferðislegum vísunum í kvikmyndum en minna fór fyrir áhyggjum af ofbeldi. Einnig var lagt blátt bann við guðlasti og opinberir embættismenn voru friðhelgir. Fyrsta boðorð kvikmyndaeftirlitsins var að engin atriði mættu misbjóða siðgæðisvitund þeirra sem þau sáu. Ekki mátti sýna ástríðufull atriði nema þau væru bráðnauðsynleg í söguþræði mynd- arinnar, þ.e. ekki sýna lostafulla kossa, faðmlög, stellingar eða hreyfmgar. Kynferðislegur öfuguggaháttur, kynsjúkdómar eða kynferðisleg samskipti milli fólks af ólíkum litarhætti máttu ekki koma við sögu en heilagt hjóna- band og heimilislíf skyldi haft í hávegum. Ekki mátti vekja samúð áhorfenda í garð syndara eða lögbrjóta. Glæpi mátti ekki sýna og ekki fjalla um eiturlyf. Auk þessa var lagt bann við því að sýna hefnd í kvikmynd sem átti sér stað í nútímanum. Einnig var sérstaklega tekið fram í reglugerðinni að ekki mætti sýna kirkjunnar menn eða lögregluna sem óhæfa, spillta, grimmlynda eða hlægilega. Frekari ákvæði, ásamt ná- Kynbomban Pola Negri, sem kom til Bandaríkjanna á þriðja áratugnum, þurfti að læra hvernig ætti að kyssa á rómantískan og bandarískan hátt, „siðsamlega". 56 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.