Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 68
þeir kenna manni sem dó fyrir meira en tvö þúsund árum um það sem aflaga fer í stjórnmálum nútímans, eða hefur hann enn áhrif á evrópsk stjórnmál og ef svo er hvers konar áhrif? Lýðræði í Aþenu Platon var af höfðingjaættum. Um hans daga tókust tvær fylkingar á í aþenskum stjórnmálum, lýðræðissinnar og höfðingjaflokkurinn. Upphaf þessara flokkadrátta mátti rekja aftur til öndverðrar 6. aldar. Þá geisuðu hörð átök milli stóreignamanna og fátæklinga. Átökum þessum linnti með mála- miðlun sem iðulega er kennd við spekinginn Sólon. Sú stjórnarbót sem hann beitti sér fyrir markar upphaf aþenska lýðræðisins. Hálfri öld síðar, um 546 f.Kr. var þessi lýðræðisþróun stöðvuð um tíma þegar einvaldurinn Písistratos náði völdum í ríkinu. Sonur hans tók svo við af honum en var hrakinn frá völdum árið 510. Eftir það tvíefldust lýðræðissinnar og við tók glæsilegasta blómaskeið aþenska borgríkisins. í öðru grísku ríki, Spörtu, lyktaði stéttaátökum 6. aldar á annan veg. Þar náðu höfðingjar öllum völdum og lifðu herbúðalífi og tömdu sér vopna- burð, órofa samstöðu og strangan aga til þess að halda uppreisnargjörnum fátæklingum í skefjum. Alla tíð síðan báru aþenskir höfðingjasinnar virðingu fyrir Spörtu og spartverskum siðum og þar var Platon engin undantekning.3 Um 490 f.Kr. réðst fjölmennur persneskur her inn í Grikkland en fór hinar mestu hrakfarir og beið ósigur við Maraþon. (Sá sem hljóp með fréttina til Aþenu var fyrsti maraþonhlauparinn.) 10 árum síðar gerðu Persar aðra tilraun til að brjóta Grikki undir veldi sitt en töpuðu. Það sem réð úrslitum var frækileg framganga Aþenumanna undir forystu Þemistóklesar í sjóorr- ustunni við Salamis árið 480. Eftir sigurinn á Persum höfðu Aþenumenn ótvíræða forystu meðal grískra ríkja. Undir stjórn lýðræðissinna höfðu þeir, fáir og smáir, sigrað persneska heimsveldið. Þetta gaf lýðræðissinnum góða vígstöðu í stjórnmálum sem þeir notuðu til að draga enn úr völdum höfð- ingja og landeigendaaðals. Frá 461 var Períkles helsti leiðtogi lýðræðissinna. Undir forystu hans varð Aþena stórveldi, ekki bara í hernaði og verslun heldur ekki síður í listum, vísindum og heimspeki. Sókrates, sem var meistari Platons og aðalpersónan í bókum hans, ólst upp á þessari gullöld Aþenu. Hann fæddist árið 470 og var tekinn af lífi árið 399. Sem dæmi um gróskuna í menningarlífi borgar- innar má nefna að á tíma Sókratesar voru að meðaltali frumsýnd þar um 20 ný leikrit á ári. Lýðræðið í Aþenu var ólíkt því lýðræði sem við þekkjum. Af um 300.000 66 TMM 1996:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.